Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1908, Blaðsíða 79
ALMANAK 1908.
55
ásetningi í verk. Mér þykir vænt að hugfsa til þess nú.
Ogr marga ánæg-justund hef eg lifað, sem eg hef gaman
afað rifja upp fyrir mér, þegar eg er ein, ellegar eg hugsa
til fólks sem eg hef þekkt, hvernig það hefir hagað sér í
lífinu — hefir það gert eins og það gat?
Það er sjaldan að eg hef ekki eitthvað fyrir stafni,
því að eg kann ekki við annað. Eg meina að leikhús séu
fyrir þá, sem hafa ekki neitt í sjálfam sér til að festa hug-
ann við, hvorki endurminning né íhugun þess setn hefir
drifið á daga þeirra. Þeim geta trúðarnir stytt stund með
kynlegum látum. Mér ekki — nei, nei, líf mitt er mér of
dýrmætt til þess.“
Og þó ekki væri annað hafandi eptir Mariu Schuylart
en þessi seinasta hugsun, þá ætla eg, að við mættum hver
og einn hlusta á hana og íhuga það sem hún segði. Þessi
aðkomukona hefir alið upp börn, sem eru nú starfandi
meðal vor og hafa meiri og nieiri áhrit' á þjóðlífið, ef til
vill í marga ættliði. Hún hefir skenkt ríkinu þroska-
mikla syni og góð húsfreyjuefni. Hennar æfistarf er
eftirbreytnisvert og því er saga hennar hér skráð. En
lýsing er aðeins svipur hjá sjón. Þegar eg kvaddi,
þá óskaði eg þess í huganum, að eg gæti sentalla lesend-
ur mína aðdyrunum hennar — til stundar viðtals við ein-
faldan heimspeking og dyggan borgara.
K. S. þýddi.