Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Blaðsíða 26
26
BJÖRN GOTTSKÁLKSSON ÞORVALDSSONAR,
frá Mikluey í Hólmi í SkagafjarSarsýslu, — nákominn
ættingi listamannsins Alberts Thorvaldsens, er fæddur
4. apríl 1878. MóSir Björns var Helga Jóhannsdóttir,
Björn Gottskálksson.
Kristrún Jónsdóttir.
Sveinssonar frá Stórugiljá í Húnavatnssýslu. Fluttist
Björn með móður sinni hingað til álfu 1886 og settust
þau að í N. Dakota, Ár 1899 fluttust þau til þessarar
bygðar. Nam Björn hér land og bjó þar til 1911 að
hann seldi það og keypti land og verzlun Péturs Pálma-
sonar, sem þá hafði um nokkur ár haft sölubúð í þorpinu
Piney. Litlu síðar keypti hann tvö lönd og stundaði
þar búskap jafnframt verzluninni með allgóðum árangri,
Kona Björns er Kristrún Jónsdóttir Erlendsonar frá
Auðnum á Vatnsleysuströnd; alsystir Erlendar Jónssonar
sem. hér að framan er getið, Börn þeirra hjóna eru:
Helga, gift Magnúsi S. Magnússyni umsjónarmanni við
málmbræðslu, búsett í Flin Flon í Manitoba; Albert,
heima hjá foreldrum, og Hlly, hjúkrunarkona; öll
mannvænleg. Einnig átti Kristrún son, áður hún fluttist
hér til lands; heitir hann Guðjón Guðmundsson og er