Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Page 65

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Page 65
65 Guðfinna) í marz 1901. II. Oddný Secilía, dó 1 5. sept. 1902 (á sjötta ári). 12. Helga, fædd 13. marz 1903, gift Howard Jackson (af enskum ættum); þau eru búsett á Big Point, Man., á landi því, sem Sigfús og Guðfinna bjuggu á. 13. Guðlaug Vilhelmína, f^dd 10. júní 1904, gift Clarence Haney (af enskum ættum), þau búa á landi í Airdale-skólahéraði, fyrir norðan Langruth, Man. I 4. Hermann Ágúst, dó tveggja ára gamall. I 5. Victor Free- man, dó í maí 1909, þriggja ára gamall. Um það ber öllum saman, sem kyntuát Guðfinnu nokkuð, að hún hafi verið hin meáta merkiskona, hreinhjörtuð, gáfuð og göfuglynd, öllum vildi gott gjöra og öllum hjálpa sem bágt áttu. Eg get ekki stilt mig um, að setja hér dálítinn kafla úr bréfi, sem Mrs. Magný Helgason (hjúkrunarkona) að Langruth, Man., skrifaði mér í vetur. En Mrs. Helgason var góð vinkona Guðfinnu, þekti hana vel og skildi hana rétt: Eg var samtíða Guðfinnu árin 1895 - og 7. Var hún ágætiskona í orðsins fylátu merkingu, með afbrigðum dugleg og myndarleg, og trúkona mikil. Altaf sýndiát hún hafa nægilegt fyrir sig og sína—var síglöð og ánægð, hvað sem að höndum bar. Góðgjörðasöm var hún og mátti aldrei neitt aumt sjá. Hún var vel gefin í alla staði. Og hún las mikið, þegar hún átti koát á að ná í bækur. Dugnaður og framsýni hennar og mannsins hennar kemur bezt í ljós, þegar það er til greina tekið, hvað hún ferðaðist, og kom þó börnum sínum áfram; og þegar tillit er tekið til tækifæranna yfirleitt á þemi árum,— þrisvar sinnum voru þau landnemar með tvær hendur tómar, að kalla má." Vorið 1917 ferðaðiát Guðfinna til íslands, till þess að finna móður sína Bjarna son sinn, syátkini sín og frændfólk. Hún kom veátur aftur um hauátið. Hafði hún mikla ánægju af þairri ferð. Gladdi það hana mikið, að sjá Björn bróður sinn, sem kom heim frá Leysin í Sviss það sumar, og virtiát vera á góðum batavegi. En hann var búinn að vera lengi veikur í útlöndum. Á þeim árum, sem átyrjöldin mikla átóð yfir, þótti það ekkert árennilegt, að takaát á hendur langa sjóferð; en Guðfinna var hin öruggaáta, og kvaðát hún aldrei hafa fundið hjá sér geig eða kvíða, á meðan hún var á

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.