Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Blaðsíða 55
55
fyrir börn sama árið. Um sömu mundir koma þeir á fót
söfnuði tilheyrandi íslenzka kirkjufélaginu lúterska og
fengu ýmsa presta til að flytja messu, öðru hvoru. Ann-
ar söfnuður var myndaður 1926, er tilheyrir Sambands-
kirkjufélaginu íslenzka, en engin kirkja í bygðinni. Járn-
braut C. N. R. félagsins fullgerðist til afnota Pine Valley
búum 1906. Var þá breytt nafni sveitarinnar og nefnd
Piney bygð og pósthús samnefnt. Framkvæmdum ná-
lega öllum, hafa íslendingar staðið fyrir að koma á fót.
Fyrst pósthúsi, á fyrstu árum. Sveitarstjórn i909 og
hafa oftast haft þar meirihluta ráð. Komið upp talsíma-
kerfi víðast um bygðina, sem er bændaeign. Keypt
landsblett og girt, fyrir grafreit. Sett upp markaðsvog
í bænum Piney og verið hvatamenn að kynbótum hesta
og nauta. Unga fólkið íslenzka, einkum piltar, eru allir
hæfileika og dugnaðarmenn, sem undantekningar lítið,
hvorki neita tóbaks né áfengis. Þykir það horfa væn-
lega fyrir framtíðina — og stúlkurnar blómarósir og prýði
sveitarinnar. Svo kann sá er þetta ritar, söguna ekki
lengri.