Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Blaðsíða 51
51
Þuríður Jónsdóttir frá Akurey í Landeyjum, Einarssonar
og konu hans Arnbjargar Andrésdóttur frá fdemlu í
Landeyjum. Þuríður var fædd 6. júlí 1874. Hún and-
aðist 2. dag jóla 1922, Dugnaðarkona og góðgjörn.
Fósturson sinn, Oskar Þorgils, ættaðan úr Reykjavík,
mistu þau hjón 1917, greindan og góðan pilt 1 7 ára
gamlan.
ÁRNl JÓSEPSSON. Fæddur á Leifsstöðum í Axar-
firði 14. sept. 1859, og kona hans Karítas HerdísSigurð-
ardóttir, keyptu hálft land í Pine Valley bygð og bjuggu
allmörg ár þar í sveit. Bæði látin.
BJÖRN HJÖRLEIFSSON. Fæddur á Selstöðum í
Seyðisfirði 1859 og kona hans Guðbjörg Jónsdóttir, fædd
1857 á Kerastöðum í Svalbarðshreppi í N. Þineyjartýslu,
fluttust til Vesturheims 1913, og settust að í Winriipeg
og dvöldu þar 2 ár. Fluttust til Pine Valley 1915 og
námu þar land og bjuggu á því til 1922 að Björn and-
aðist. Var hann iðjumaður og góðgjarn, og ekkja hans
sem dvelur með börnum sínum, nettvirk til handiðnar.
Börn þeirra eru: Hjorleifur, kvæntur Elini Ingiieifsdóttur
ættaðri úr Vestur-Skaftafellsýslu. Búa þau að Piney,
Man.; félagslynd og góðsöm, Jóna, gift á Islandi; Ingi-
björg, gift Lofti Guðmundssyni, ættuðum úr Grímsnesi í
Arnessýslu; Kristbjörg, gift dönskum manní, og Lára,
gift hérlendum.
JÓN JÓNSSON. Fæddur 28. ágúst 1885 á Auðbrekku
í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru:
Jón Snorrason, hreppstjóri og Danebrogsmaður, og þriðju
og síðustu konu hans, Sigríður Jónsdóttir, Einarssonar,
hreppstjóra á Laugalandi á Þelamörk. Jón fluttist til
Canada sumarið 1 91 4 og settist að í Pine Valley bygð.
Stundaði daglaunavinnu þar til hann fór sem sjálfboði í
Canada herinn 2. Marz 1916, og var á vígstöðunum til
24. júni 1 9 I 9, að hann var leystur úr herþjánustu, Vann
sér heiðurs medalíu fyrir djarfa framgöngu. Eftir heim-
komuna, settist hann aftur að í ofannefndri bygð, keypti
þar bújörð og bjó þar til I 930 að íbúðarhús hans eyði-