Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Blaðsíða 39
39
JÓHANN MAGNÚSSON. Fæddur 15. okt. 1845 að
Bási í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Magnús Guölaugs-
son og María Ólafsdóttir. Jóhann fluttist vestur um haf
úr Þingeyjarsýslu 1890. Fluttist til Pine Valley bygðar
Jóhann Magnússon Filipía Bjarnardóttir
1902, nam þar land og bjó um 8 ára skeiö. Fluttist
þaðan til Gimli 19 1 0, ásamt konu sinni, Filippíu Bjarn-
ardóttir, dótturdóttir Hannesar skálds og prests að Ríp
í Skagafirði,—myndarhjón og vel látin.
FRIÐRIK REYKJALlN, sonur Hjálmars Reykjalín,
Friðrikssonar, prófasts Jónssonar og Mettu Pálsdóttir
Gunnlaugssonar, er bjuggu í grend við Svoldar-pósthús
í N. Dakota, Settist að í Pine Valley bygð og nam land
1902. Kona hans er Jónína Gunnlaugsdóttir og Elíza-
betar Arnbjarnardóttur, ættaðri úr Arnessýslu. Friðrik
bjó nokkur ár í Pine Valley og fluttist þaðan með konu
sinni vestur á Kyrrahafsströnd.
EYMYNDUR JÓNSSON. Fæddur á Hofi í Öræfum
23. des, 1840. Var skírnarnafn hans Meyvant, en síðar
breytt í Eymundur, og bar hann það nafn að eins eitt