Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Blaðsíða 31
31
urÖur og Ólína fluttust úr Pine Valley bygÖ 19 í 8 og
settust að í Dakota nálægt Hallson. Þar andaðist Ólína
1924. Fluttist Sigurður þá vestur á Kyrrahafsströnd
og settist að í Blaine og mun þar hafa aðsetur enn. Hefir
stundað þar húsabyggingar og fleira. Avalt verið bú-
höldur góður og dugnaðarmaður, hagsýnn og skjótráður
til bjargráða sér og öðrum. Starfað í sveitarstjórn og
öðrum félagsmálum þar sem hann hefir búsettur verið,
og heimili þeirra hjóna orðlagt fyrir ráðdeild og gestrisni.
MAGNOS DAVlÐSSON. Hann er fæddur 1865 á
Kirkjubóli í Önund arfirði í fsafjarðarsýslu, þar sem for-
eldrar hans voru búsett : Davíð Pálsson og Ragnheiður
Hallgrímsdóttir- Magnús fluttist til Ameríku 1888 og
settist að í Brandon, Manitoba; þar í bæ kvæntist hann
Guðrúnu Halldórsdóttir, ekkju Jóns Normans Jónssonar
Péturssonar frá Holtsmúla 1 Skagafirði; er hún ættuð af
Isafirði og alsystir Halldórs bónda Halldórssonar er var
einn af frumbyggjum Alftavatns-bygðar. Átti hún þá
tvö börn ung, Olgu og Kristinn. Einn son eignuðust þau
Magnús og Guðrún, heitir hann Jón Hallgrímur og á
heima að Flin Flon, Manitoba, kvæntur hérlendri konu.
Fyrstu árin bjuggu þau Magnús og Guðrún á ýmsum
stöðum: Brandon, Tantallon, Selkirk og Poplar Park,
fluttust þaðan til Pine Valley 1900; bjugga þar á heim-
ilisréttarlandi sínu stöðugt að undanteknum tveim árum
eða þar um bil, sem Magnús gengdi póstafgreiðslu að
Piney þar til hann andaðist 1919. Magnús var greind-
ar maður í betra lagi, fjörmaður og kappgjarn við
verk og iðjusamur, hreinlyndur og sanngjarn í allri
breytni. Kona hans var myndarkona og háttprúð, fín-
gerð til allra athafna og vel að sér um margt; er nú
á níræðis aldri.
JÓHANNES JÓHANNSSON. H ann er fæddur 21.
okt. 1853 að Gröf í Kaupangssveit í Eyjafirði. Faðir
hans var Jóhann Jónsson og móðir Helga Jóhannsdóttir
frá Skáldstöðum í Eyjafirði fram og bjuggu á Möðruvöll-
um. Jóhannes fluttist með foreldrum sínum og ömmu
sinni, Helgu og seinni manni hennar, Sveini Jónssyni,