Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 46

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1934, Side 46
46 Guðrúnu Sigurbjörgu Einarsdóttur Einarssonar frá Haf- ursá í N. Múlasýslu og Katrínar Margrétar Jónsdóttur frá Höfða í sömu sýslu. Er hún fædd | 2. jan. 1889, nálægt Hallson, Dakota. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum þar og síðar í Pine Valley. Einn bróðir á hún á lífi, Ein- ar Einarsson er býr við Piney-pósthús. Þau Stefán og kona hans byrjuðu búskap á erfðalandi hennar og búa þar nú. Stefán nam land í þygðinni en hefir eigi sezt á það. Eru þau hjón gædd góðum hæfileikum. Hefir Stefán starfað talsvert í sveitarmálum, verið virðingar- maður (assessor) og haft með höndum skrifarastarf nokkur ár fyrir sveitina. Börn þeirra eru: Ólöf Guðrún, Einar Arni, Robert Herman, Marvin Skafti, Katrín Mar- grét, Valgeir Snorri, Evelyn Ingibjörg, Mildred Lillian, Stefán Baldvin, Anna Sig'.íður og Sigurbjörg Helen. Öll heima hjá foreldrunum. ÞORSTEINN PÉTURSSON. Foreldrar hans: Pétur Þorsteinsson bóndi á Nefjarnarstöðum í Hróarstungu í N. Múlasýslu og Sigríðar Þorleifsdóttur Arnfinnssonar frá Moldhaugum í Eyjafirði. Þorstein fluttist til Canada 1876, með fósturforeldruni sínum, Eyjólfi Eyjólfssyni og konu hans Signýju Pálsdóttir frá Dagverðargerði í Hró- arstungu og dvaldi með þeim í Nýja íslandi fyrstu þrjú árin; fluttist síðan til Winnipeg og átti þar heima til 1908 og stundaði aðallega prentiðn. Kona hans er Ingibjörg A. Eiríksdóttir Magnússonar frá Meðalnesi í Fellum og Guðrúnar Hallgrímsdóttur Péturssonar frá Hákonarstöð- um í Jökuldal; fluttist með foreldrum sínum til Canada og setiist að með þeim í Winnipeg. Arið 1908 flutti Þorsteinn með konu sinni til Pine Valley þygðar og starfaði við verzlun hjá Jóni Stefánssyni nokkur ár. Nam land en settist ekki að á því. Hefir hann búið á landi Sigurðar sonar síns síðan 1928. Eru þau sæmdarhjón í hvívetna. Börn þeirra eru: Pétur Sigurður, formaður á járnbraut; Gunnar Eiríkur, giftur enskri konu; Loftur J. Júlíus, heima hjá foreldrum sínum. LÁRUS SIGURÐUR FRÍMANN. Fæddur að Köldu- kinn í Dalasýslu, Faðir hans var Lárus Frímann Bjarn-

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.