Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 28
30
dó hún og tvö börnin. Fátæktin var þá mikil, húsa-
kynni ill og ókleyft aS nú í læknishjálp, mun dauðann
hafa snögglega aS höndum borið. Sonurinn sem lifði
heitir Stefán Björgvin og á heima í Glenboro; vinnur á
járnbrautinni hjá C. P. R. félaginu og hefir gert um mörg
ár. Giftur er hann Sigurbjörgu Asmundsdóttir Sigurðs-
sonar frá Katastöðum í Núpasveit. Eiga þau einn son
á lífi, Stefán Pétur að nafni. Eftir að konan lést bjó
Sigurjón um hríð einn með litla drenginn sinn og sýndi
þá allmikla þrautsegju og dugnað, hann vaið að hafa
drenginn með sér hvert sem var til vinnu sinnar, því
hann var þá kornungur. Nokkru síðar giftist Siguijón
aftur, Helgu Jóhannesdóttir frá Efri-Hólum í Núpasveit.
ÞaS mun hafa verið um I 896 að þau fluttust úr Hóla-
bygðinni og til Cypress River, Man. og þar andaðist
Sigurjón 1897, þá á bezta aldri. Helga ekkja hans flutti
þá til Glenboro og bjó þar yfir 20 ár. SíSustu ár æfinnar
var hún á gamalmennaheimilinu Betel á Gimli.—Sú saga
er sögð af Sigurjóni er hann var vinnumaður í Svein-
ungavík í ÞistilfirSi, að eitt sinn hafi hann á ferð verið
með öðrum manni upp í fjalli, var hengiflug og sjórinn
á aðra hönd, lítið föl hafði fallið, en svellbunki var undir
þar sem þeir gengu. Ekki mátti muna neinu, ef skeikaði
fótur, að þeir færu fyrir björgin. Er þeir komu út á
svellbunkann mistu báðir fótanna og félagi Sigurjóns
lenti fyrir björgin og í sjóinn. Sigurjón hafði mittisband
á sér og festist það á klettasnös og þar hékk hann í
dauðans greipum langann tíma, eða þar til farið var að
leita þeirra félaga. Sigurjón var aSfram kominn þegar
mannhjálpin kom. VarS hægt að kasta til hans böndum
og bjarga honum. Sigurjón var mesta karlmenni, var
þaS aS annálum haft er hann misti konu sína á fyrstu ár-
um, sem að framan er getið og flutningstæki voru lítil
eða engin, þá bar hann lík konu sinnar á bakinu til
greftrunar alla leið suður í ArgylebygS. Hann var hinn
bezti liðsmaSur hvar sem var, maSur gjörfulegur á velli
og í sjón. drengilegur félagsmaður og nábúi, geðspakur
og jafnan kátur í lund.