Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 58
60
Eftir stutta dvöl á Húsavík liéldu þeir vestanverj-
ar landveg til Akureyrar, auSvitaö á hestbaki; ferö-
uöust þeir í hægðum sínum og skoöuðu fagi-a staöi
og merka, svo sem Ásbyrgi, Dettifoss, og Goðafoss.
Þótti Reeves Diettifoss sérstaklega mikilúðlegur á-
sýndum, “ægilegur og undrafríður”, og vitnar í
þau ummæli Baring-Goulds, aö hann sé eigi aðeins
fegurst sjón á íslandi, heldur beri liann einnig af
öðrum fossum í Norðurálfu;*) en sjálfur er Reeves
þeirrar skoðunar, að Dettifoss þoli samanburð við
Niagara, og er þaö djúpt tekið í árinni af jafn víð-
förlum Ameríkumanni. Ennfremur bætir hann
þessu við lýsinguna á fossinum: “Spottakorn fyrir
ofan Dettifoss fellur fljótið niður hamrastalla í
fögrum smáfossum, og þar eð þeir voru nafnlausir,
gáfum við þeim heitið “Vínlandsfoss”, í sameigin-
legu heiöursskyni við ættland okkar og íslendinga
þá, sem fundu það”. En eigi kann eg skil á því,
hvort þessi nafngjöf iþeirra Vínlendinganna hefir
geymst í minni manna.
Víðar en á einum stað í ferðasögu Reeves verður
þess vart, að litaskrúð íslenzkra sólsetra hefir brent
sig eftirminnilega inn í meðvitund hans. Fagurlega
lýsir hann Eyjafirði og Akureyri, reifuðum kveld-
dýrð sumardags, eins og þau hlóu honum við sjón-
um af Vaölaheiði: “Sólin var rétt að setjast, og
snævi-krýndir tindarnir umhverfis okkur voru' laug-
aðir, mjúkum, rósrauðum roða; himininn (eins og
títt er um slenzkan kveldhiminn) var sem kvikur
sær lita og blæbrigða, og eirrauðar skýjaborgirnar
kringum hnígandi sólina vörpuðu mildum bjarma
¥) Sabine Baring-Gould (1834-1924) var enskur prestur
og rithöfundur, fjölhæfur og afkastasamur mjög. Hann ferð-
aðist á Islandi 1861 og ritaði um þá ferð sína bókina: Ice-
Iand: its scenes and sagas, sem út kom í Lundúnum 1863.
Einnig endursagði hann á ensku Grettis sögu undir heitinu
Grettir the outlaw: a story of Iceland, er prentuð var í
Lundúunum 1890, og fleira ritaði hann um íslenzk efni.
Kunnastur er hann fyrir sálminn vinsæla: “Onward, Christ-
ian Soldiers” (“Fram, fram Kristí krossmenn”, ein og Jón
Runólfsson þýðir þessa hljómmiklu ljóðlínu).