Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 65
67
Heiti ritsins sótti Reeves í fyrirsögn kapítula í
Príssbók: “Fundið Vinland góða”, og er það ekki
valið af handahófi. Undirtitill bókarinnar, “The
History of the Icelandic Discovery of America”
(Sagan af Ameríku-fundi ís'lendinga), er einnig
eftirtektarverður; höfundurinn hefir eflaust viljað
draga athygli lesenda að þeirri staðreynd, að ís-
lenzkir menn eigi heiðurinn af, að hafa fundið
Vesturheim fyrstir allra Norðurálfumanna. Rfi
sannleiksást og sanngirni stýrðu penna Reeves hér
sem annarsstaðar í merkisriti þessu.
Hann fer drengilega og röggsamlega úr hlaði. í
kjarnorðum inngangi hrekur hann með sterkum
rökum aðfinslur þeirra sagnfræðinga amerískra,
sem véfengt hafa frásagnir íslenzkra heimilda um
Vínlandsfundinn, og færir traustar stoðir undir
sannfræði þeirra. Játar hann þó jafnhliða, að
ýsmir ákveðnustu formælendur þessa máls, eins og
sjálfur C. C. Rafn, sem manna mest útbreiddi. þekk-
inguna á Ameríkufundi íslendinga, hafi gengið svo
langt í staðhæfingum sínum og getgátum, að mál-
staður hans og skoðanabræöra hans hafi fyrir það
orðið tortryggilegur í augum gagnrýninna and-
stæðinga, og fengiö þeim vopn í hendur. Rekur
Reeves síðan í stuttu máli frásagnir hinna helstu
handrita um Vínlandsfundinn og höfuð niðurstöð-
urnar, sem dregnar verði af gaumgæfilegum lestri
þein-a. Annars telur hann áhrifadrýgst, að láta
hinar gömlu heimildir tala sem allra mest máli
sínu sjálfar; því er það aðaltilgangur rits hans og
meginefni, að safna þeim í eina heild á frummálinu
og í enskum þýðingum, með þeim skýringum ein-
um saman, sem ólijákvæmilegar eru til fullkomins
skilnings' og áttavissu.
Auk inngangsins er ritið í sjö köflum. Segir
fyrst frá smágreimmi þeim um Vinland, sem finn-
ast í hinum elstu heimildum, og eru þær teknar
upp á íslenzku og í þýðingum. Annar kaflinn er
ensk þýðing á Eiríks sögu rauða úr Hauksbók, en
hinn þriðji þýðing á frásögnum í Flateyjarbók um