Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 40
42
um hríð. Þau námu land í Hólab. 1909, N. A. i Sec.
35-8-13, er það norðan við ána, og bjuggu þar til 1913,
að þau fóru til Winnipeg og höfðu þar mjólkurbú vestan
við borgina með góðum árangri í tvö ár. Fluttust þá
aftur á land sitt í Hólab. og ráku búskapinn með enn
meiri dugnaði en áður, þar til 1926 að þau seldu bújörð
sína og fluttust enn til Winnipeg og skömmu síðar vestur
á Kyrrahafsströnd og búa nú í Blaine, Wash. Sigurjón
er sómamaður í hvívetna, duglegur og hagsýnn, lipur-
menni í viðskiftum, ávalt glaður með bros á vör. Er
kona hans honum einkar samhent í því að gera heimilið
ánaegjulegt. Þau hjón eiga þrjú börn uppkomin, Sigur-
björgu, gifl Ingólfi Goodman í Winnipeg; Guðrún, gift
norskum manni og búa í Winnipeg, Björn, á heima í
Seattle, Wash. og rekur þar bílaviðgerðarstöð. Sigurjón
og Jóna hafa verið gæfusöm, komið ár sinni vel fyrir
borð í lífsbarattumri og eiga mannvænleg og velmetin
börn.
JÓHÁNNES GÍSLASON (Gillis), var Húnvetningur,
hann nam N. V. i Sec. 28-8-13 og bjó þar fram um
aldanót; tók góðann þátt í félagslífi Islendinga á því tíma-
bili. Jóhannes var stór maður og karlmannlegur og bar
það með sér að hann var af góðu fólki kominn. Var
hann greindur maður og vel liðinn. Laust fyrir alda-
mótin flutti hann burt úr bygðinni, fór suðaustur í Man-
itoba og mun lengi hafa búið við Arbakka-pósthús.
Jóhannes var kvæntur Ólínu Guðmundsdóttir Magnús-
sonar Ruth, bónda í Argylebygð og konu hans Helgu
Jónsdóttir. Guðmundur var fæddur 5. febr. 1831 og
fluttist vestur 1877, dáinn 31. maí 1928; voru þau hjón
úr Bitrusveit í Strandasýslu. Ólína var vellátin kona og
fáskiftin. Bróðir hennar er Guðjón Ruth, bóndi í Argyle-
bygðinni. Þegar þau Jóhannes og Ólína voru í Hólab.
áttu þau 4 börn, sem hér eru talin: 1, Archibald, hann
er vélstjóri og vinnur hjá C. N. R. jarnbrautarkerfinu, en
í hjáverkum rekur hann Adventista-trúboð, er hann
mælskumaður, prýðilega vel gefinn og velhugsandi. 2.
Victor. 3. Wilfred. 4. Helga. Öll voru börnin mann-
vænleg og vel af Guði gefin.