Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 70
72
Stefánsson og Kristín Guðmundsdóttir bjuggu lengi
í Húsay.
Systkini Kristínar Þorgrímsdóttur voru níu, er til
fullorðins ára komust: Árni, Benjamín, Guðmundur,
Jón, Jónatan, Pétur, Guðrún, Hallfríður, og Sig-
þrúður. (Kona Árna hét Þórunn Illugadóttir. Benja-
mín átti Gunnhildi Guðmundsdóttur frá Þorvalds-
stöðum; seinni kona hans var Sigurbjörg Vilhjálms-
dóttir, Jónssonar, frá Ljósalandi í Vopnafirði. Kona
Guðmundar hét Sigríður Jónsdóttir; þau bjuggu á
eignarjörð sinni í Axarfirði. Jón dó 22 ára, og var
ókvæntur. Kona Jónatans hét Guöný Jóhannes-
dóttir. Pétur var seinni maður Margrétar Þor-
steinsdóttur frá Ljósalandi í Vopnafirði. Guðrún
giftist Grími Einarssyni, og bjuggu þau lengi í N.
Dakota. Hallfríður giftist Einari Jónssyni. Sig
þrúður giftist Kristinsveini Jóhannessyni). Öll
þessi systkini ólust upp hjá foreldrum sínum á Há-
mundarstöðum og fengu' gott uppeldi. Kristín sagði
að foreldrar sínir hefðu verið í góðum efnum, og
að Hámundarstaðir hefði verið talin með betri
jörðum í Vopnafirði. En þar var jafnan gestkvæmt
mjög, og var þar tekið á móti öllum með opnum
örmum gestrisninnar, jafnt fátækum sem ríkum. Á
þeim árum, sem Kristín var að alast upp, voru á
Hámundarstöðum að jafnaði u'm þrjátíu manns til
heimilis; þar á meðal voru tvö eða þrjú fósturböm,
sem þau Þorgrímur og Sign’ður höfðu tekið. Kristín
mintist jafnan æskustöðva sinna með lofsamlegum
orðum. Hún ólst upp á sönnu fyrirmyndar-heimili,
þar sem aldrei var um hönd haft annað en það.
sem í alia staði var nytsamlegt og heiðarlegt. Og
þó liún væri ekki sett til menta, lærði hún í heima-
húsum ótal margt, sem kom henni að góðu gagni,
þegar hún kom út í lífið. Hún mun snemma hafa
kynst mörgu af hinu bezta, sem til er í íslenzkum
bókmentum að fornu og nýju, því að foreldrar
hennar voru bókhneigð og vel að sér, og höfðu
þann sið, að láta lesa upphátt góðar og fræðandi
bækur á hinum löngu vetrarkvöldum, þegar fólk