Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 66
68
Vínlandsfundinn (“Þætti Eiríks rauða” og “Græn-
lendingaiþætti”). Álítur Reeveg réttiiega Eiríiks
sögu rauða. greinilegasta og ábyggilegasta heimild
um Vínlandsfundinn, þó eigi verði með öllu gengið
fram hjá þáttunum; liallast varfærnir fræðimenn
nú orðið alment á þá sveif. Þýðingar hans á Eiríks
sögu og þáttunum fylgja trúlega orðalagi fru'mrit-
anna, en eru engu að síður á lipru og ljósu ensku
máli, algerlega að kalla má lausar við fornyrða-
moldviðrið, sem tíðkast í altof mörgum enskum
þýðingum íslenzkra fornsagna, villa lesandanum
sýn, sé hann ekki því fróðari, og hættir til að
þreyta hann á lestrinum.
Pjórði, kaflinn fjallar um Vínland í íslenzkum
annálum, en sá fimti um umgetningar í ýmsum
ritum, sem valt er að treysta á, eða alls ekki. Sjötti
kaflinn er gangort yfirlit yfir rit um Vínlandsfund-
inn á erlendum málum frá elstu tíð.
í sjöunda kaflanum, sem tvímælalaust má teljast,
að ýmsu leyti merkasti og verðmætasti hluti rits-
ins eru prentaöir, íslenzkir textar höfuðheimildanna
um Vínlandsfundinn — Eiríkis saga rauða (Þor-
finns saga Karlsefnis) eftir Hauksbók og skinn-
handritinu nr. 557 í Árna Magnússonar safni og
þáttur Eiríks rauða og Grænlendingaþáttur úr Flat-
eyjarbók. En það, sem gerir útgáfu þessa svo
merkilega og einstæða • á sinni tíð, er það, að
Reeves hefir látið ljósprenta skinnhandritin, og að
andspænis hverri blaðsíðu hinna Ijósprentuðu hand-
rita er prentaður texti þeirra samkvæmt handritun-
um, en færður til almenns máls. Kostaði það á
þeirri tíð, og kostar enn, ærið fé, að gefa út handrit
með slíkum hætti, en auðsætt hver hagur það er
þeim ,sem eigi láta sér nægja sögusagnir annara,
en kjósa, að leita beint til heimildanna sjálfra um
fræðslu.
Aftan við meginmál bókarinnar er mikill fjöldi
skýringa ,og er þar gnægð fróðleiks að finna um
mörg þau atriði, sem máli skifta. Bera þær, eins
og ritið í heidl sinni, fagurt vitni vandvirkni og vís-