Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 41

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Page 41
43 ERLENDUR GÍSLASON (E. G. Gillis) bróðir Jóhann- esar nam eða keypti S. A. L Sec. 19-8-13, var það eitt allra bezta landið, sem íslendingar eignuðust í bygðinni. Erlendur bjó þar í nokkur ár en fluttist burtu fyiir alda- mótin og var um hríð í Cypress River. Nokkuru seinna fór hann vestur á Kyrrahafsströnd og hefir átt heima í New Westminster í British Columbia. Erlendur var stór mað- ur og hermannlegur á velli og góðum gáfum gæddur, prýðisvel máli farinn og hafði aflað sér mikillar þekking- ar, var vel skáldmæltur og hefir lagt all-mikla rækt við þá gáfu sína, hefir hann þýtt merkileg skáldveik úr ensku máli, þýzku og skandinaísku málunum. Tók hann góðan þátt í félagslífi Islendinga í bygðinni, sem um hans daga var í miklum blóma. Hann mun ekki hafa verið hneigður fyrir landbúnaðarstörf, en hugur hans stefnt að öðru, hafði hann lært blikksmíði og stundaði hann það víst eftir að hann fluttist burt. Kona hans hét Kristjana, systir Dr. Valtýs Guðmundssonar og þeirra systkina. Var móðir hennar Valdís Guðmunds- dóttir, hin merkasta kona, dáin fyrr.ir nokkrum árum. Börn þeirra Erlendar og Kristjönu eru sögð^að Jvera hin mannvænlegustu. SVEINN SVEINSSON, fæddur á Daðastöðum í Núpa- sveit í N. Þingeyjars. 12. maiz 1856. Var hann af hinni svo kölluðu Vikingavatnsætt og því í ætt við Kristján Jónsson, skáld. Móðir hans hét Guðbjörg Magnúsdóttir, dó hún á Baldur, Man. fyrir nokkrum árum síðan í hárri elli. Sveinn hafði ekki mikið tækifæri í æsku. hann ólst upp í Núpasveitinni og í Kelduhverfinu. Vestur um haf mun hann hafa farið laust fyrir 1880 og vann algenga vinnu víða um þetta land. Var hann mikið við járn- brautarvinnu og lenti í ýmsum æfintýrum. Árið 1885 þann 19. maí giftist hann Kris'ínu Jóhannesdóttir, ættuð úr Dalasýslu. Fluttust þau til Grunnavatnsbygðar í Man- itoba stuttu seinna og voru þar til 1 894 að þau komu í Hólabygðina. Sveinn nam S. A. L Sec. 36-7-14, sunnan við hólana um 6 mílur norðaustur frá Glenboro, var það gott engjaland og stundaði einvörðungu griparækt þar til 1912 að hann keypti lönd í Assiniboine árdalnum og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.