Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 67
69
indamensku höfundar, sem kostað hefir jafnan
kapps um, að finna skoðunum sínum stað í frum-
heimildunum sjálfum, en hættir sér aldrei langt út
á haf óvissunnar í tilgátum, sem frjósamar geta
að sönnu orðið í vísindalegum efnum, ef vel og
viturlega er á haldið. Auðvitað styðst Reeves
einnig við hinar nýjustu og hestu rannsóknir sinn-
ar tíðar á viðfangsefni hans, einkum á hann mikið
að þakka ritgerðum dr. Storms. Eins og hæfir
jafn merku riti er allur frágangur þess prýðis-
vandaður.
Norrænufræðingar víðsvegar um lönd, bæði í
Norður og Vesturálfu, birtu ítarlega ritdóma um
þessa bók Reeves í merkum vísindalegum tímarit-
um (Smbr. H. Hermannsson, Islandica, II., bls. 68-
69), og luku lofsorði á hana eins og verðugt var.
Á íslenzku ritaði, dr. Valtýr Guðmundsson langt
mál og lofsamlegt um hana í “Tímariti Bókmenta-
félagsins” 1892, og í vikublaðinu “Lögbergi” árið
áður (11. febrúar 1891). Bendir hann meðal ann-
ars á, að bók þessi sé “dýrmætur og ómissandi
fjársjóður” amerískum sagnariturum, sem kynnast
vilii elsta kaflanum í sögu lands síns, og hafi einnig
mikla þýðingu fyrir oss íslendinga, “þar sem hún
færir Ameríkumönnum heim sanninn um það, að
vér höfum fyrstir fundið Ameríku”. Er ekki að efa,
að þetta rit Reeves, jafn sannleikselskur og rök
fastur eins og hann er í málaflutningi sínum, haf'
sannfært marga lesendur um söguleg sannindi
Ameríkuferða íslendinga. Skuldum vér honum bv’
mikla þökk fyrir, að hafa með riti þessu haldið
drengilega fram rétti vorum á erlendum vettvangi
og aukið á hróður þjóðar vorrar.
Og svo traustlega bygði Reeves, að bók har^
stendur enn um margt í góðu gildi, þó meir en
fjörutíu ár séu liöin frá útkomu hennar, og ýms
mjög merk rit um Vínlandsfundinn, er nýju ljósi
yarpa á viðfangsefnið, hafi samin verið og prentuð
á því tímabili. Má þar vitna til ummæla Halldórs
prófessors Hermannssonar, er kveður svo að orði í