Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 45
47
JÓN GUNNARSSON fæddur á Völlum í ÞistilfirSi og
ólst þar upp, FaÖir hans var Gunnar Rafnsson; hann
dó er Jón var en í æsku. Jón stjórnaði búinu með móðir
sinni eftir að hann komst á legg og fórst það vel. Vest-
ur um haf fluttist hann stuttu eftir 1880, þá giftur Guð-
nýu Valgerði Friðriksdóttir, systir Friðjóns Friðrikssonar
og þeirra bræðra, Þau hjón fluttust fyrst í Argylebygð-
ina og nokkru síðar námu þau N. A. i 30-8 l3 i Ffóla-
bygðinni; síðar keypti Jón land nábúa síns; stundaði
hann mikið hveitirækt og farnaðist vel. framar vonum,
með stóra fjölskildu og ýms óhöpp er að höndum báru
og voru honum kostnaðarsöm. Arið 1894 fældust hest-
ar með hann og hann stórslasaðist, brotnuðu báðir fætur
hans og annar handleggurinn og síðar á árinu fótbrotn-
aði dóttir hans. Tveim árum síðar sló haglél hveiti-
uppskeru hans og eyðilagði hana á einni svipstundu.
Mótlætið bugaði Jón ekki og hann hafði sig allvel áfram
á næstu árum, þar til 1902 að hann varð að hætta
búskap vegna heilsubilunar. í Glenboro og Argylebygð
var hann næsta ár, en veturinn 1903-4 dó hann á bezta
aldursskeiði. Börn þeirra hjóna eru hér talin: 1. Þórhild-
ur, hún var tvígift, báðir hérlendirmenn, dó í Californíu
fyrir nokkrum árum. 2. Guðlaug, gift Jóni Einarssyni,
hún lezt 19 ára gömul; einkadóttir hennar, Fanny, ólst
upp hjá ömmu sinni, afar-smávaxin kvenmaður, en
harðger og gáfuð; braut hún sér leið til náms og varð
kornung skólakennari með bezta orðstýr. Hún er gift
hérlendum manni og á heima í Winnipeg. 3. Fanny,
var lengi skólakennari, giftist J. A. Harvie, kaupmanni í
Treherne, Man. 4. Dagmar, tvígift, báðir hérlendirmenn,
nú dáin. 3. Salína, gift hérlendum manni, Moorehead
og búa í Winnipeg. Allar voru þessar dætur þeirra
fríðar og vel gefnar. Jón Gunnarsson var lítill maður
vexti og snyrtilegur og vinsæll í sínu nágrenni. Einar
Gunnarsson, ljósmyndasmiði^r á Akureyri við Eyjafjörð er
bróðir Jóns, talinn merkur maður. Guðný ekkja Jóns er
enn á lífi, nær áttræð og býr í Winnipeg. Hún hefir oft
átt erfiða daga, verið bjartsýn og félagslynd og ram-
íslenzk í anda.