Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 26
28
2. Vilhelm, hveitikaupmaður í Edmonton.Alta., kvæntur
Björgu Jónsdóttir Hjálmarssonar frá Argylebygð. 3. Emma
gift Matthíasi Swanson í Glenboro. 4. Minerva, ógift í
Winnipeg. 5. Albert, hveitikaupmaður í Kandahar,
Sask., giftur konu af þýskum ættum. 6. Rooney, ógift
í Winnipeg. 7. Haraldur, útskrifaður í læknisfræði frá
Manitoba háskólanum, hefir góða stöðu við heilsuhæli í
Qu’Appelle, Sask., ógiftur. 8. Halldóra, ógift, upp-
eldisdóttir Tryggva Ólafssonar og konu hans Berglaugar
Guðmundsdóttir í Hólabygðinni. Börn Jóns eru öll hin
mannvænlegustu og vel gefin til muns og handa.
PÉTUR PÁLSSON. Hann var fæddur 29. ágúst 1844
á Anastöðum í Loðmundarfirði á Austurlandi. Faðir
hans var Páll Guttormsson bóndi ,bar. er> móðir hans,
kona Páls var Anna Jónsdóttir Árnasonar, hreppstjóra
á Bárðarstöðum í Loðmundarfirði. Pétur var fóstraður
um skeið af séra Jóni Austfjörð, presti á Klyppstað, fekk
hann þar nokkra tilsögn í lestri, skrift og kristindóms-
fræðum. A unga aldri byrjaði hann að stunda sjómensku
fyrst við Austurland, síðar við Eyjafjörð og víðar fyrir
Norðurlandi, og síðustu árin við Seyðisfjörð. Sjómensk-
an var æfistarf Péturs meðan hann var á ættjörðinni.
Hann var nafntogaður sjógarpur, komst oft í hann
krappann, sérstaklega er hann var við hákarlaveiðar.
Pétur giftist 1865 Guðrúnu Jónsdóttir, var hún ættuð úr
Reykjadal í Þingeyjarsýslu. Frá Seyðisfirði fluttust þau
hjón vestur um haf I 876. Pétur fór til Nýja íslands þegar
vestur kom og nam land í Breiðuvíkinni og nefndi bæ
sinn á Jaðri. Liðu bau miklar braut'r á frumbýlings-
árunum og konu sína misti hann 1878. Giftist hann í
annaðsinn 1882, Guðlaugu Magnúsdóttir, var hún æ'.tuð
af Vatnsleysuströnd í Gullbringusýslu. Um ba& leyti
fluttist hann að Gimli og keypti íbúðarhús Friðjóns Frið-
rikssonar, og byrjaði bar verzlun og póstafgreiðslumaður
var hann skipaður. Tíu ár var hann á Gimli og blómg-
aðist hagur hans ár frá ári, en ba misti hann húsið og
alt sitt í eldsvoða. Fluttist hann ba til Argylebygðar-
innar, keypti land 3 mílur fyrir sunnan Glenboro, en
tók jafnframt heimilisréttarland í Hólabygðinni. Var