Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 79
81
síðustu stundar. Eg vissi, að henni mátti ev
treysta í blíðu og stríðu — mátti treysta henni eins
cg hún væri móðir mín — því að hún hafði lofað
að ganga mér í móðurstað — lofað því, að vera
mamma mín ávalt. Þetta var vorið 1894, ef eg
man rétt. Og eg sá hana aðeins endrum og sinn-
um eftir það, því að eg fluttist burtu frá Winnipeg
um það leyti. En í hvert sinn, sem við hittumst,
reyndist hún mér sem góð móðir..
Hún var fædd á Vatnshorni í Haukadal í Dala-
sýslu þann 12. dag júlímánaðar 1846. Foreldrar
lennar voru merkishjónin Jón Magnússon og Björg
Hallsdóttir, sem lengi bjuggu að Hömrum í Hauka-
dal. Hallur faðir Bjargar var Hallsson og bróðir
Ólafs smiðs í Bitru á Ströndum, sem var orðlagður
dugnaðar- og gáfumaður. — Um ætt Herdísar og
æfi hennar, á meðan hún var á íslandi, hefi eg
mjög litlar upplýsingar getað fengið, enn þá sem
komið er. Hún mintist sjaldan á þaö málefni á
þeim árum sem eg kyntist henni. En eg man, að
hún sagði mér það einu sinni að faðir sinn hefði
rakið ætt sína til Magnúsar sýslumanns á Rauða-
sandi, Jónssonar á Svalbarði, Magnússonar. Hún
sagði mér það líka, að hún hefði snemma lært að
lesa, hefði í æsku lesið allar þær íslenzkar Ijóða-
bækur pem hún gat náð í, hefði lært utan-bókar
fiöldamörg kvæði, og að hún hefði snemma byrjað
að búa til vísur. Hún kvaðst snemma hafa haft
niikla unun af sumum íslenzku þjóðsögnunum —
hinum fögru huldufólks-sögum, og skemtilegu' æfin-
týrum um gott og göfugt fólk. Og hún sagði, að
í æsku hefði næstum hver klettur og hóll, þar sem
bún ólst upp, verið sér glæsileg töfraborg, eðr
Aladdíns-höll ,og hver hvammur og dalverpi unaðs-
ríkur álfbeimur á vorin; að hver sóley, hver fjóla
og hver fífill. sem hún sá í þeim hvömmu'm og dal-
vernum. hefði verið sér fögur og göfug kóngsbörn
— í álögum.
Herdís ólst upp á sönnu fyrirmyndarheimili. —
Faðir hennar var hinn mesti ágætismaður, og móðir