Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 34
36
þar gestkvæmt, hafa þau lítt sézt fyrir þó jafnan hafl
þau fátæk verið. íslenzkur gestrisnisandi er ríkur
í brjósti húsfreyjunnar og þeirra hjóna beggja og alt
hið bezta í fari íslenzkrar bjóðar á góða málsvara
þar sem þau eru.
ÞORBERGUR JÓNSSON er albróðir Magnúsar. frá
Fjalli. Fluttist vestur um haf 1887 með bróðir sínum,
fór til N. íslands með honum, nam land í Víðinesbygð-
inni og nefndi bæ sinn Viðvík; láu þau saman Viðvíkur
og Hjarðarholls löndin. Til Argyle fluttist hann sama
árið og Magnús, en ári síðar í Hólabygðina. Nam land
í dalnum norðan við ána í nábýli við bróðir sinn. Var
það n. v. i 36-8-4. Höfðu þeir Magnús félagsbú framan
af árum, því með þeim bræðrum var ástúðlegt. Seinna
skildu þeir félagsskapinn, er þeir færðu út kvíarnar.
Skömmu eftir að Magnús fluttist vestur á strönd seldi
Þorbergur jörð sina og færði sig sunnar í bygðina.
Keypti hann Iönd í árdalnum 4 milur norðvestur frá
Glenboro og bjó þar blómabúi í fjölda mörg ár. — Þor-
bergur giftist á íslandi 1886, Guðbjörgu Bjarnadóttir
Þorleifssonar og konu hans Hólmfríðar Magnúsdóttir.
Guðbjörg er fædd á Bessastöðum í Sæmundarhlíð, en
fluttist með foreldrum sínum að Vík i Staðarhrepp og
ólst þar upp. Guðbjörg er ágætiskona, hefir hún
marga hina beztu kosti sem konu geta prýtt, fyrirmyndar
húsfreyja, frjáls í lund og bjartsýn. Þorbergur var lítill
maður vexti, en snyrtimenni hið mesta, atorkumaður til
allra verka og hinn ábyggilegasti í viðskiftum og naut
trausts allra sem af honum höfðu kynni og þau hjón
bæði. Þórbergur efnaðist vel, því hann var búmaður
góður og hagsýnn. — Heimili þeirra hjóna var hið
ánægjulegasta, þau voru gestrisin og höfðingjar heim að
sækja. — Hólmfríður móðir Guðbjargar fluttist hingað til
lands og dvaldi jafnan hjá Guðbjörgu dóttir sinni. Var
hún mannkostakona mikil. Dáin 19. nóv. 1912, 83 ára.
— Þau hjón Þorbergur og Guðbjörg brugðu búi 1918 og
fluttust til Glenboro. Þar andaðist Þorbergur 2. janúar
1920. Guðbjörg býr enn í Glenboro, er vel ern þó há-
öldruð sé orðin. Þeim hjónum varð ekki barna auðið,
J