Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 90
92
Sigurðsson og átti dreng á öðru ári, er Kristján Norman
hét. Samdist svo um með þeim Matthildi að hún fór
með Sveinbirni guður í Pembina-dal, sem bústýra og
bjuggu þau saman í þrjátíu og níu ár. Nú er hún dáin.
Þau áttu saman þrjá drengi og eina stúlku. Tveir dreng-
irnir Óli og Magnús eru bændur í Canada, en Illugi
heima hjá föður sínum og stúlkan gift,
Sveinbjörn Björnsson er níutíu og sex ára og eflaust
elztur Islendingur hér vestan hafs. Heldur enn góðri
sjón og heyrn. Hann er fremur lágvaxinn maður en gild-
ur og hraustlega bygður. Búhöldur góður og verið auð-
sæl og hinn mesti dugnaðarmaður um æfina. Svo ef
Sveinbjörn gamli sýndi hendur sínar, gæti hann sagt
eins og postulinn: “Þessar hafa fyrir mér unnið”. Hann
er all-mikill hyggindamaður bæði á andleg og veraldleg
efni. Bókfróður, les alt sem hann nær til og fylgist vel
með tímanum og er enn stálminnugur, svo það er bæði
skemtilegt og fræðandi að sitja hjá Sveinbirni og hlusta
á hann segja sjóferðaæfintýri frá Breiðafirði ogfrá mönn-
um sem uppi voru fyrir 80 árum síðan. Hann var leik-
bróðir þeirra Jochumssona, séra Matthíasar og Ara.
Hér fer svo á eftir kvæði, sem skáldið Þorskabítur
sendi Sveinbirni nokkuru fyrir dauða sinn. — Ó.S.T.
Til Sveinbjarnar Björnssonar.
Karlmenskunnar-kempa snjöll
krans með aldurs tignar!
Þó hafi þér elli haslað völl
hugur þinn ei dignar.
Vel þú aldurs byrði berð,
beinn að vallarsýnum,
hefir þó lengri farið ferð
flestum löndum þínum.
Pram, í hartnær heila öld
liefirðu framtök knúið.
Aldrei borið skarðann skjöld,
skelfst eða undan snúið.