Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 93
95
Leiðréttingar við landnámsþætti Piney-bygðar
í Almanakinu 1934
Bls. 31. — Faðir Jóhaanesar Jóhannssonar var Jóhann
Jóhannesson, Jónssonar er bjó á Möðruvöllum með konu
sinni Helgu Jóhannesdóttur frá Skáldstöðum í Eyjafirði.
Móðir var Guðrún Pálsdóttir Bjarnasonar, Jónssonar bónda
i Leyningi. Var kona Páls Sigríður Randversdóttir frá
Villingadal; mikilhæf kona.
Bls. 33. — Það hefir illa láðst að geta þess að Sigurður
Kristinn Arsæll sonur Hreins Hreinssonar var fyrsti ís-
lenzkur sjálfboði hér í bygð, sem innritaðist i Canadaherinn
1914. Sigldi sama ár til Evróu með fyrsta hóp hermanna,
barst bráðlega á vígvöll og særðist allmikið á handlegg;
var því leystur frá hernaði með bezta orðstýr og kom heim
næsta ár á eftir. Er nú bóndi í Saskatchewan.
Bls. 34 — Kona Einars Einarssonar, Katrin Margrét, var
Jónsdóttir, en ekki Hjálmarsdóttir.
Bls. 37. — Fallið hefir úr nafn dóttur Jóhanns Stefáns-
sonar: Stefanía, er vinnur í stórverzlunarbúð í Winnipeg.
Bls. 40. — Kona Eymundar Jónssonar er Halldóra Stefáns-
dóttir Eiríkssonar en ekki Einarssonar.
Brs. 41: — Kona Jóns Markússonar, Margrét, er Jóhanns-
dóttir, en ekki Halldórsdóttir.
Bls. 42. — Sig. Sigurðsson Anderson er fæddur 1878, en
ekki 1887.
Bls. 47. — Undir konu myndinni stendur Asgerður Guð-
mundsdóttir, en á að vera Asgerður Sturludóttir.
S. J. Magnússon
*J< «»——«■—■■—«»^—»«—«»—««^—»»—*«^—»»^—««^—■■—IIB—nn—itn—nu^—
Ekkert treysti eg annað á en aðstoð Guðs lifanda.
Skúli Magnússon.
Taki hver einn hér af, það sem bezt er, og munu þá
verða löndum og lýði mestar nytjarnar. Eg óska þess
af heilum huga.
Eééert ólafsson.
Betri er einn skamtur kálmetis með kærleika
en alinn uxi með hatri.
Salómon.
‘‘En bilið er mjótt milli blíðu og jels—
og brugðist getur lukkan frá morgni til kvelds”.
“Sælir eru þeir sem eiga sinn hátíðamat óeyddan.