Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 89

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1935, Blaðsíða 89
91 með selnum sem kemur hér upp að söndunum að ári. Sveinbjörn sagði að þetta hefði lagst á sig og hann farið að hugsa um það alvarlega hvað þessi fyrirburður þýddi en eigi komist að neinni niðurstöðu. Nokkuru síðar heimsótti Sveinbjörn kunningi hans góður, Kristján frá Barmi. Kristján segir honum meðal annars, að hann sé ráðinn í að flytja af landi burt til Vesturheims og hann skuli verða sér samferða. Segist Sveinbj. hafa svarað því, meir þó í spaugi enn alvöru: “Ef þú færir mér kaupanda að búi mínu, sem hefir peninga og geturborg- að út í hönd, skal eg verða þér samferða. Svo skilja þeir og Kristján fór sína leið. En eftir viku tíma kemur Kristján með kaupanda að búinu eins og það leggur sig og gekk saman með þeim. Sveinbjörn býr sig þegar til ferðar með fólk sitt og farangur norður á Borðeyri til að ná í vesturfaraskipið, en varð að bíða þar lengi sum- ars, því skipið varð síðbúið vegna íss og annara orsaka. Sveinbjörn var því óvanur, að sitja auðum höndum og brá sér upp í sveit í kaupavinnu þar til skipið kom og hann lagði frá landi vestur um haf. Þegar hingað kom fór hann til Norður Dakota. Voru þá ekki lönd að fá, sem honum líkaði nálægt þar sem íslendingar hefðu tekið sér bólfestu en eftir að hafa skoðað sig um nam hann land í Pembina-árdalnum, vestur af bænum Wall- halla. Er dalur sá lítill og skógi vaxinn með bröttum hlíðum beggja megin árinnar. Þar haslaði Sveinbjörn sér völl, ruddi skóginn og hreinsaði landið og bygði sér bústað og búið þar yfir fjörutíu ár. A fyrsta ári sínu í Ameríku kom það mótlæti fyrir Sveinbjörn, að kona hans, Sólveig, skildi við hann og fór á burt með son þeirra til Canada. Segir Sveinbjörn að það hafi orðið fyrir milligöngu annara. Við þann skiln- að sótti að honum óyndi, honum leiddist að hýrast þarna í kofa sínum einbúi. Tók hann þá ferð á hendur til Winnipeg, þar átti hann kunningja, þá Einar Gíslason bókbindara, sem nú á heima á Gimli og skáldið J. Magn- ús Bjarnason, bað Sveinbjörn þá að útvega sér bústýru og gekk það að óskum, þeir höfðu þrjá kvenmenn fyrir hann um að velja, Þekti Sveinbjörn eina þeirra að ætt og uppeldi, hét hún Matthildur Oddsdóttir frá Kóngs- bakka í Helgafellssveit. Var hún ekkja eftir Guðjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.