Afturelding - 01.08.1987, Side 22
Hjónabönd í vanda
— hvaö á aö gera ?
Norska Ijóskan hafði í mörgu
að snúast daginn sem viðtalið var
tekið. Fimm ára afmæli Kristó-
fers sonar hennar nálgaðist. Hún
var að undirbúa veislu sem börn-
in í nágrenninu mundu sœkja. A
boðstólum yrði kaka, rjómaís,
saft, leikir og gjafir. Og eigin-
maður hennar œtlaði að búa sig
upp og leika trúð. Allir mundu
skemmta sér konunglega!
Hún var líka að hugsa um
tveggja ára gamla dóttur sína, og
telja stundirnar þangað til Jenny
yrði fullnuma í koppanotkun.
Það yrði dásamlegur dagur! Auk
þess var hún enn að búa um sig á
nýja heimilinu sínu í Florida;
kynnast nýjum vinum í kirkj-
unni; og ekki má gleyma nýju
hljómplötunni hennar When All
Is Said and Done, sem var ný-
komin á markaðinn.
Fyrir tíu árum síðan var óhætt
að setja jafnaðarmerki milli
Evie Tornquist og „kristilegrar
samtímatónlistar." Plötur henn-
ar seldust betur en nokkrar
kristilegar hljómplötur höfðu
áður selst, og hún var eftirsótt. í
staðinn fyrir að stumra yfir lösn-
um krökkum og elda spaghetti
fyrir óvænta gesti, þeyttist hún á
milli flugvalla og fór í hljóðpruf-
ur. Ef menn ætluðu að fá hana til
að syngja, varð að bóka hana
með nærri tveggja ára fyrirvara.
Hún var á forsíðum kristilegra
tímarita og kom fram í kristilegu
útvarpi ogsjónvarpi. Hún varþá
það sem Sandi Patti og Amy
Grant eru núna.
Þegar Evie Tornquist giftist
Pelle Karlsson fyrir rúmum átta
árum, fluttist hún til Stokkhólms
og fórnaði tónleikalífinu fyrir
hlutverk eiginkonu forstöðu-
manns. Ári seinna fluttu þau til
Bandaríkjanna vegna tækifæra
til þjónustu sem þeim buðust
þar, en Evie segist hafa verið
viss um að hún ætti ekki að leggj-
ast í tónleikaferðalög aftur. Þess
í stað hefur hún einbeitt sér að
því sem hún kallar aðalforrétt-
indi sín: Að vera barn Guðs, eig-
inkona og móðir.
Evie, sem nú er þrítug, hefur
unnið að ýmsum verkefnum,
t.d. gert fjársöfnunarhljómplöt-
ur, og sungið við sérstök tilefni.
Nýlega fóru þau hjónin að vinna
við Dominion Satellite
Network, sem er frumraun í
kristilegri fjölmiðlun og á gervi-
hnött, sem sendur verður á
braut snemma árs 1988.
Auk barna sinna og hins nýja
umhverfis leiðir Evie hugann að
nokkrum alvarlegum málum
þennan laugardag. Hún opin-
berar skoðanir sínar á stöðu
hjónabandsins og viðhorfi krist-
inna manna til þess nú á tímum.