Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 5
5
eigur sínar upplanda kristniboðinu í Kína, og bauðst
sjálfur til að verða kristniboði þar. Bróðir hans
fór aptur á móti með eigur sinar og sjálfan sig til
heimatrúboðsfjelags í Lundúnum. Þeir kusu held-
ur að verja lífi sínu og fje til að bjarga andlegum
og líkamlegum vesalingum, en að lifa munaðarlífi,
eins og svo margir auðkýfingar gjöra. —
C. T. Studd og Stanley Smith minntust orða
frelsarans: „Þegar þú snýrð þjer, þá styrk þú bræð-
ur þína“, og ferðuðust saman fram og aptur um
England í þeim erindum áður en þeir fóru til Kína.
Þeir þroskuðust sjálfir og urðu mörgum til bless-
unar á því ferðalagi. Prestur nokkur enskur skrif-
ar þannig um dvöl þeirra hjá sjer: „Heimsókn
þeirra Stanley Smiths og Studds varð til að gjör-
breyta lífi mínu. Trúarlíf mitt hafði allt til þess
verið æði veikt, stundum fjörgaðist það dálítið, en
opt blakti það á skari tímum saman. Jeg sá að
þessir menn áttu eitthvað, sem jeg átti ekki, er
gaf þeim stöðugt hvíld, krapt og gleði. Jeg gleymi
aldrei nóvember-morgninum, þegar dagsbrúnin yfir-
gnæfði útbrunnin ljós og brá birtu sinni yfir þessa
áhugasömu trúmenn, sem sátu á yfirhöfnum sínuin
vegna kuldans, með opna biblíu. Jeg hafði setið
hjá þeim tímum saman til að ræða um Guðs orð.
Allt líf mitt hefur borið menjar samtals okkar þá.
„Hvað ætti að aptra mjer frá að ganga alveg
Guði á hönd, og starfa dag eptir dag að því, sem
honum þóknaðist? Ætti jeg ekki að vera ker, þótt