Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 8
8
dentunum gleymdist það ekki, þegar hann sagði:
„Trúin verður að vera allt, annars erhún ekkert".
Þessi háskólavakning var laus við allar æsing-
ar, sem stundum fylgja trúarvakningum í reformert-
um löndum, enda gengu beztu háskólakennararnir
og duglegustu stúdentarnir í broddi fylkingar. Fjöldi
alvörulausra ungra stúdenta snerist til lifandi trúar,
og vantrúarmennirnir urðu svo ráðalausir að þeir
sögðu: „Vjer sjáum og heyrum svo margt ótrú-
legt daglega, að vjer erum hættir að verða hissa á
nokkru, jafnvel því að vjer snerumst sjálfir og fær-
um að vitna".
Þeir, sem snerust, ljetu sjer ekki nægja að
hugsa um Edinborg, heldur sendu þeir menn til
annara borga og háskóla í kring, og urðu þar víða
trúarvakningar einkum í Glasgow.
Á meðan Stanley Smith og Studd voru að
ferðast, gengu 5 aðrir ríkir menn af beztu ættum í
fóstbræðralag við þá um að þjóna guði í Kina, og
gefa trúboðsfjelögum allar eigur sínar. Þeir hjetu:
Cecil Polhill—Turner, lífvarðarforingi Viktoríu drottn-
ingar, — bróðir hans A. P. Turner, kandídat, —
Cassels, ungur prestur, — varð 10 árum síðar
biskup í Kína, — Hoste, foringi í stórskotaliðinu,
og M. Beauchamp, kandídat.
Þessir 7 ungu tignarmenn voru gagnteknir aí
kærleika frelsarans og hugsuðu ekki um annað en
vinna sálir fyrir hann. Þeir ferðuðust saman um
hríð, og voru þá opt nefndir „sjöstirnið írá Cambridge",