Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 44

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 44
44 undan að gegna henni. En nú vavð hún þolinmóð og kyrlát, og í staðinn fyrir ónot og leiðindi, sýndi hún móður sinni hlýja umönnun og kærleika. Móðir hennar varð vitanlega fljótt vör við þessa breytingu. Hún ijet í fyi-stu sem hún tæki ekki eptir þvi, en seinna fór hún að hafa orð á því. „Guð hefur verið svo góður við mig“, sagði Anna dóttir hennar þá, „að jeg get ekki annað. Mjer þykir svo vænt um, að jeg get gjört eitthvað fyrir þig, mamma!“ Jeg veit annars lítið um, hvað þær töluðu sam- an, en hitt veit jeg að móðirin fór að verða óróleg. Jesús mætti henni daglega svo greinilega, að hún gat ekki annað en kannast við það. Anna stundaði móður sína með stakri kostgæfni og þolinmæði, hún virtist aldrei þreytast. Hún hafði ekki verið nein fyrirmynd áður. Breytingin var ómótmælanleg. Hvernig stóð á henni? Hvað- an kom henni kraptur? — Frá Guði, frá Jesú; — gat nokkur vafi leikið á því? Einu sinni, þegar jeg kom að vitja um hana, sagði hún: „Enn hvað jeg hef verið vond og hroka- íull, og ekki haft hugmynd um það. En nú“----------- „Sjáið þjer það nú?“ „Já, nú sje jeg það“, svaraði hún grátandi. „Og það allra versta er“ — — „Hvað er það?“ „Jeg hjelt jeg væri á rjettum vegi. Jeg hef verið eins og sofandi manneskja, og haldið jeg væri

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.