Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 9

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 9
1 ð Hvar sem þeir töluðu, kom múgur og margmenni til að hlusta á þá, og mörgum varð vitnisburður þeirra minnisstæður, þessara manna, sem voru glað- ú' að yfligefa iand sitt og tungu, vini, eignir og þægindi til að boða fagnaðarerindið meðal heiðinna þjóða, þar sem þeir gátu búizt við misskilningi, hatri og ofsóknum. Áður en þeir stigu á skipsfjöl, hjeldu þeir að skilnaði afarfjölmenna samkomu í Exeter Hall í Lund- Unum. Umhverfls þá sátu á ræðupallinum 40 fje- lagar þeirra frá Cambridge, sem konmir voru til að kveðja þá. Á þeim fundi voru töluð mörg á- hrifa-orð. Stanley Smith var aðalræðumaðurinn. Ræðu- texti hans voru þessi orð í Salómons orðskviðum: „Sá er til, sem Utbýtir ríkulega og fær æ meir og meir; og sá er til, sem heldur inni meiru en rjett er, og hefur þó að eins skort". Hann talaði skorin- ort til landa sinna um að þeir „hefðu haldið inni meiru en rjett væri“, og þvi væri hjá þeim skort- ur, skortur á trUarlífl en gnægð af spillingu og van- trU. Hann skoraði átakanlega á þá að Utbýta riku- lega, svo að þeir „fengju meir og rneir". Að lok- um mælti hann: „fað er erfitt að hverfa frá ann- ari eins samkomu og þessi er! Mjer er sem Kristur stæði meðal yðar og liti í augu yðar. Menn og konur! Öldungar! Ungmenni! Það er eins og hann snUi sjer að hverjum einasta yðar á meðal, leggi kærloiksrjka hönd á öxl yðar, líti í augu yðar,

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.