Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 36

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 36
36 beygja höfuS þitt með blygðun, flýja burt frá aug- liti hins eilífa guðs; þú hefir ekki hlýðnast viija hans, getur ekki hlýðnast honum til fullnaðar: „Aldrei, aldrei verður þú honum líkur, því að þú ert. skapaður í holdinu; ger þú verk hans eða bregst þú honum, hvort sem er, þá er úti um þig“. Hvað mundir þú gera, ef guð heimtaði sál þina á þessari nótt? Þú hefir réttindi eilífðarinnar, ódauðleikans, en þú getur ineð engu móti gengið inn í riki eilífð- arinnar, þar sem þú ert flekkaður af syndinni, svo fjarri, óendanlega fjarri takmarkinu, sem þú áttir að keppa að. Hinn réttláti krefst réttar, hvert átt þú hinn rangláti að flýja? Þá hrapar þú niður í hyldýpið, og sálin, „hinn hrapaði, veiki, máttvana englabróðir þenur út fjaðralausa vængi sína“ (Joh. Ewald: „Óður sálarinnar".), og flögrar til einskis til þess að lyfta sér á flug. Árangurslaust. Hvað höfum vér nú hrept fyrir hið svimháa útsýni uppi i hinu heiðskýra lofti? Ekki annað en miklu meiri örvæntingu og angist, eilífðarinnar hræðilegu angist, orminn, sem aldrei deyr, eldinn, sem aldrei slokn- ar. Getur nokkur furðað sig á því, þótt maðurinn loki augunum og reyni til að gleyma skelfingunni og jafnframt einnig hugsjóninni; megum vér ekki fagna þvi, að svo mörgum mönnum tekst að gleyma guðdómsneistanum, og að guð rennur lengra og lengra burt frá þeim, svo að hann að lokum verður vald í fjarska, sem hefst við út af fyrir sig, og til- veramannsins verður jarðbundnari en nokkru sinni fyr?

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.