Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 31

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 31
31 i kvæði emu, far sem hann lætur gamalmenni kvarta yfirhinni horfnu æsku við ungan mann: Mig þú ei öfunda, maður, af mjallhvítum hárum; ávexti aldranna sérðu í afturför minni; snjórinn er línblæja’ á líki hins ljúfasta vorsins. Hvað gagnar mér uppskera ára, fyrst afl mitt er horfið? Því næst lýsir skáldið því, hvernig gamli mað- urinn rifjar upp fyrir sér i endurminningunni hina glöðu æsku, og heldur lifinu skilnaðarhátíð með bik- arinn í hendinni; en örvæntingin brýst út með því meira afli: Horfið. — Nú eru að enda mér ánægjustundir; tálvonir lífs eru liðnar, liðin er æska. Nú er eg vanmegna, vesall, veikur og gamall; hjartsláttur — hann er að þverra í helköldum barmi. Skoðanin er ekki ævinlega svona jarðbundin, margir menn leita hærra upp á við, í hreinna lofts- lag. En vafasamt er það, hvort þeir geta varizt

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.