Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 28
28
um ekki hugur á því fyrir sakir sjálfs sín; hann
vildi skilja við lifið án alt of mikils sársauka; það
sem lífið framvegis kynni að geta veitt honum,
mundi fremur vera framhald þess, er verið hafði,
heldur en framför eða aukníng. Hann hafði haft
yndi af því að nema og semja ritgerðir; en hann
mundi ekki geta bætt nokkru verulegu nýju við það,
sem hann var búinn að leysa af hendi. Hann hafði
haft mesta yndi af náttúrunni, en úr því hann var
nú ekki lengur fullfær til að ganga sér til skemt-
unar eba taka sér smáferðir fyrir hendur, til þess
að njóta náttúrufegurðar föðurlands síns, þá var
horfið eitt af því skemtilegasta, sem lífið mátti veita.
Og eins og hann var búinn með þetta líf, eins var
hann orðinn laus við allar vonir um hið komanda
líf Hann óttaðist ekki draumlausa nótt, og hann
kærði sig ekki um neina tilveru eftir dauðann. Hver
gat trygt honum það, að vonin um að sjá aftur
ástvinina, sem hann hafði mist, yrði ekki svipleg
blekking? að hinn langi skilnaður mundi ekki verða
þess valdandi, að eitthvað ókunnuglegt yrði komið
milli þeirra, er hér höfðu elskazt, í stað hinna mörgu
viðkvæmu banda, er hér höfðu knýtt þá saman, og
raskað þannig hinni fyrri samhljóðan þeirra á milli.
Endurfundir þóttu honum ekki fýsilegir, nema að
eins þegar svo væri ástatt, að örlagaþrunginn mis-
skilningur hefði átt sér stað milli tveggja manna,
og ekkj raknað úr hérna megin, einkum ef um ástir