Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 32

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 32
82 örvæntingunnl og fengið bætur hinnar týndu ódauð- leika hugsunar. Bent heflr manninum verið á, að helga líflð hinu fagra, list og skáldment, eða vís- indunum; en þó vér sleppum því, að það eru reyndar ekki nema einstöku menn, er þessu geta sætt, þá verðum vér þó að spyrja: Er það nægi- legt til að fullnægja sálinni hvenær sem vera skal, er það einhlítt í lífi og dauða? — Nei, koma munu tímar, þá er vakna mun þrá eftir einhverju meiru, þá er maðurinn finnur að „skilningstréð er ekki lífs- ins tré“, að skáldmentin og listin getur ekki slökt þorstann, sem brennur i sálinni. — Svo hafa menn og vísað á, að leita gæfunnar i hinu djúpa og inni- lega ástar-sambandi milli manns og konu. Sjálfsagt getur það bætt upp margt, sem menn sakna, en hvað sem því líður, þá er hitt víst, að slíkt sa,m- band getur eigi verið ævarandi. Fyr eða síðar slít- ur dauðinn samverunni, sviftir sundur akkerisstrengn- um,sem virtist vera svo traustur, eins ogsaumþræði, og reynslan sýnir svo, hvernig sá, sem liflr, liður skipbrot. Eða menn hafa viljað festa sjónir á gjörvöllu hinu mikla félagi, er hver einstakur maður er part- ur af. Menn leita gleðinnar í því, að nota og þroska hæfileika þá, er þeir hafa þegið, í því, að setja sér góð og fögur markmið, og þegar dauðinn gerir vart við sig, þá fara þeir héðan með þeirri meðvitund, að þeir hafi sæmilega skipað sæti sitt í mannfélag- inu, og leyst af hendi hið litla hlutverk sitt. Og

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.