Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 22

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 22
r 22 arinnar. Því að Guð er vissulega nógu máttugur til að berjast fyrir oss, Guð er vissulega nógu ríkur til að sjá oss fyrir lífsnauðsynjum og Guð er vissu- lega nógu vitur til að kenna oss að stjórna veg- um vorum." í Sjanghaj lögðu þeir niður búning Norðarálfu- manna og hjeidu svo inn í landið, hver til stöðva þeirra, sem þeim voru ætlaðar. En hvernig fór svo? Þvarr ekki áhuginn þeg- ar komið var í stríðið, og eru þeir ekki „seztir nú að kjötkötlunum" heima á Englandi? Kann einhver að spyrja.-------— Þeir, sem lifa, 6 að jeg ætla, starfa enn í Kína og hefur orðið mikið ágengt. Orð þeirra og dæmi varð og til þess að efla stórum kristniboðs- áhuga meðal stúdenta. Fyrir ] 880 var það fremur sjaldgæft að efnilegir stúdentar og kandídatar, sem höfðu þá ekki lesið guðfræði, byðust til að verða kristniboðar; en síðan „sjöstirnið" fór og Moody stofnaði trúboðafjelag með amerískum stúdentum er það harla almennt. Sjáifboðaliðar úr flokki menntamanna fara árlega tugum saman úr kristn- um löndum til heiðingja landa til að „gjöra Jesúm að konungi," eins og kjörorð þeirra er. Síðastlið- inn vetur sendu slíkir sjálfboðaliðar, sem komnir voru til Kína, ávarp til allra kristinna stúdenta í heimi, og skrifuðu 343 undir það. íslenzki kven- læknirjqu í Kantou hefur- vafaiauafc verið í þeiru Uóp,

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.