Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 25

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 25
25 með biblíur í höndunum. Peir eru mjög þolinmóðir og námfúsir, en hafa þó ekki verulegt gagn af lestr- inum nema með góðri leiðbeiningu. Það er sjald- gæft að nokkur þeirra skorist undan að krjúpa og biðja. Hvílík breyting er það ekki frá því sem áður var! Á öllum þessum stöðum eru menn fúsir tii að útvega föst „missiónshús" þegar í stað, ef jeg hefði fallizt á það; en hendur mínar voru bundnar af »verkamanna“ leysi; því væri ekki gott eptirlit með húsunum, mátti búast við óspektum. Ejett núna var jeg að fá brjef úr einu af þess- um þorpum, þar sem jeg var nýlega í 5 daga; þeir biðja um ieyfi til að „opna missiónshús" á sjálfs sín ábyrgð og kostnað. Þeir segjast skuli ábyrgjast að engar óspektir verði og bæta við: „Vjer lofum að haida boðorðin og heiðra hinar 8 sæluboðanir. Vjer skulum einnig biðja daglega heimahjá oss, og ákalla Drottin að hann sendi oss leiðtoga." Getur þetta ekki vakið alvöru hjá neinum lesendanna? Værirjett að daufheyrast viðbænumþess arabarna? Hverju eigum vjer að svara Matt. 28.19 á deginum mikla? Og fyrst jeg fór að tala um þessa 12—13 staði, get jeg bætt því við, að jeg hef verið beðinn að koma miklu víðar, en ekki getað það. Þeir hafa boðist til að borga allan kostnaðinn. Mig tekur það sárt að þurfa allt af að koma með sömu afsakanir og sama afsvar, Úr stórum bæ hef jeg fengið 3

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.