Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 7

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 7
1 7 Vjer fundum að Guð var nálægur, og ætlaði sjer að starfa, jafnvel áður en vinir vorir fóru að tala. Studd steig fyrst í ræðustólinn. Hann sagði sögu sína, sagði oss frá því, hversu Drottinn hefði kom- ið nær og nær sjer, þangað til hann hlaut að ganga á vald hans og helga honum lif sitt, með því að verða trúboði í Kína. Orð hans fengu mikið á á- heyrendurna, enda var það talandi prjedikun að sjá þarna milljónaeigandann, sem hafði gefið Guði sjálf- an sig og auðæfi sín. Stanley Smith lagði út af þessum orðum: „Þeir óttuðust Guð en þjónuðu goðum sjálfra sín“. Orð hans voru gagntekin af helgri gremju, þegar hann var að lýsa því, hvernig nútíðarmenn kristnu landanna hegðuðu sjer jafn blygðunarlaust og Samar- ítanar forðum daga. Þeir óttuðust Guð að nafninu til en tignuðu í rauninni goð sjálfra sín. — Hjörtu vor dæmdu oss undir ræðu hans, og „hægur blær“ flutti þau orð inn í hugskot margra: „þú ert mað- urinn“.------- Kvöldið eptir komu nokkur hundruð stúdenta til járnbrautastöðvanna til að kveðja og þakka þess- um tveimur gestum sínum. Starflð og hreyfingin, sem byrjaði þannig svo vel í Edinborg hjelt áfram, og innan skamms var haldin kristileg stúdenta samkoma á hverju sunnu- dagskvöldi. Henry Drummond, prófessor í náttúru- fræði, var aðalleiðtogi og ræðumaður þar. Forseti háskólans W, Muir, talaði þar og stundum, Stú-

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.