Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 21

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 21
21 oröi og svo glaður“ að hann vildi helzt ekki tala um annað en Jesúm, og var nú á leið til Edinborg- ar til að læra læknisfræði. Svo hjeldu þeir áfram ferðinni um Singapore og Hongkong til Sjanghaj, og hjeldu hvarvetna eins margar samkomur og unnt var. í Sjanghaj mættu Þeir fyrst fyrir alvöru heiðninni og sáu mennina, sem þeir ætluðu að fórna æfistarfi sínu. Cassels skrifar þannig um kornu þeirra þangað: „Oss var mikið niðri fyrir, eins og auðskilið er, þegar vjer stigum fæti á hið kæra land, sem Drottinn hafði kallað oss til. Hver var fyrsta hugs- unin, sem gagntók oss, þegar vér gengum göturnar gegn um mannþyrpingarnar, sem hvarvetna mættu oss? Kann einhver að spyrja. Jeg fyrir'mitt leyti hugsaði mest um hvílikt feikna starf hjer væri ept- ir. í Sjanghaj eru höfuðstöðvar kristniboðsins, og Þó eru hjer margar þúsundir manna, sem ekkert vita um fórnina dýrðlegu á Golgata, ekkert vita um kærleika Drottins. Og fyrst þessu or þannig varið hjer í Sjanghaj, hvernig er þá ástatt annarsstaðar í hinu mikla riki?“ Stanley Smith skrifaði um ferð peirra til Kína og bætti þessu við: „Góður Guð hafði hagað öllu sem bezt fyrir oss, svo að vjer kæmumst til Kina gagnteknir af blessun Krists, og sýndi oss greinilega að vjer þyrftum ekki annað en að kannast við að vjer erum ekkert en Kristur allt, og vjer værum fyrir hann komnir til hvjldar Guðs barna, hvildar trú-

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.