Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 13

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 13
13 „Hann loiðir mig, hann leiðir mig; með sjálfs sín hendi hann leiðir mig“. Þá sá jeg að Drottinn vildi leiða mig til Kína. Jeg íhugaði nú þetta rækilega og talaði um það við Guð. Jeg fann að kærleikurinn til móður minnar aptraði mjer farar, en þá las jeg orðin: „Hver, sem elskar föður eða móður meira en mig, er mín ekki verður". Og þá hvarf allt hik úr sálu minni". •— Studd endaði ræðu sina með þessum orðum: „Hvað skyldir þú segja, ef jeg, sem er að fara til Kina, keypti ýmsa muni, sem væru alveg gagns- lausir, þegar þangað er komið? Þú segðir liklega, að jeg væri ekki með öllum mjalla. — En hvað gjörir þú sjálfur? Þú lifir að eins skamma stund hjer á jörðu, en eilífðin blasir við fram undan. Hvað er innihaid lífs þíns? Snertir það eingöngu daginn í dag, eða snertir það eilífðina. Spyrð þú um skoðanir manna eða Guðs? Oss kemur að litlu liði á degi dómsins, hvað mennirnir hugsa um oss; þar er allt undir því komið, hvað Guð hugsar um oss. Væri þá ekki betra að veita orði Guðs mót- töku og hlýða þvi skilyrðislaust?"---------- Ýmsir fleiri töluðu í þetta sinn, og þótt alvana- legt sje að heyra mörg góð orð töluð í Exeter Hall, Þar sem flestar stórsamkomur í Lundúnum ei'u haldn- ar, sögðu þó mörg guðsbörn í Lundúnum, að þau hefðu aldrei lifað þar jafndýrðlega stund. „Nonconformist" heitir blað eitt í Lundúnum,

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.