Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 16

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 16
16 á leið frá Indlandi, og verið þá öðram fremri í drykkju- skap, guðiasti og illindum. Hann hafði dvalið 3 vikur á Englandi, komið sjer alstaðar illa, og hvorki kvatt bróður sinn nje móður, þegar hann fór. Hann var því ekki í góðu skapi á þessari ferð, og þegar t hann heyrði að von væri á kristniboðum í Súez, einsetti hann sjer að gjöra þeim allan þann óskunda, sem hann gæti, á leiðinni. Sama daginn og skipið fór frá Súez hitti Hoste hann og bað hann að lesa með sjer ritninguna. „Mjer er svo sem sama, þótt jeg gjöri það“, svar- aði hann, „en jeg trúi ekki einu orði af því, og held hún sje ekki annað en þvættingur". Margir hefðu líklega dregið sig í hlje við slík svör, en Hoste var ekki á því. Hann las allt Jóhannesar guðspjall, og nokkuð af Rómverjabrjeflnu fyrir þenna skap- stygga áheyrenda sinn. Við og við reyndi hann að fá hann til að tala við sig um sjerstaka kafla, sem hann hafði lesið, en það var ekki auðvelt, samt virtist höfuðsmaðurinn verða dálítið stilltari, þegar á leið lesturinn, og þegar Hoste talaði innilega við hann um að opna hjarta sitt fyrir Guðs anda, svar- aði hinn: „að sjer væri ómögulegt að trúa, hann hefði reynt það opt og jafnvel beðið heila nótt, en það hefði allt orðið árangurslaust, og hann þyrfti ekki að hugsa til að lifa lifl trúaðs manns“. Þannig liðu 3 eða 4 dagar. Þá spurði annar kristniboði höfuðsmanninti, hvernig sál hans liði; brást hann þá reiður við og sagði, „að enginn Guð

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.