Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 38

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 38
38 sjálfs míns, hertekið alla hugsun og beygt mig í auðmýkt fyrir honum, sem er kærleikur. Eg trúi á það, af því eg finn í sjálfum mér, að á þann hátt, og á þann hátt einan — getur lífið orðið hamingju- sælt, hver einn harmur orðið sefaður, hvert eitt tár þerrað. Tungur manna geta eigi lýst þeirri glebi, er sá maður finnur til, er veit sig undir gæzlu frelsara síns. Reyndu að eins einu sinni að trúa á það, að þú lifir í heimi, sem vit er í, heimi, sem stjórnað er af kærleiksríkum guði, þá mundir þú finna hjá þér þörf á því, að gefa þig honum á vald, þörf, sem vaxa mun með hverri stundu dagsins, þar til hún brýst fram og þú verður hamingjusæll, hamingjusælli en nokkru sinni áður. Hugsaðu um það, hvað þú ert með Jesú og án Jesú, hvað þú ert er þú leitar lífs þins í honum, og hvað þú ert, er þú vilt vera sjálfum þér nógur. Kjósir þú hið fyrra, auðgast þú með degi hverjum, annars verður þú fátækari og fátækari. Hvort sem þú kýst, mætir þú ef til vill hörmum og mótlæti, en ef þú hefir Jesúm með þér, þá er það þér hjálp á veginum til himins; ef hann er ekki með þér, þá er það ekki annað en sönnun fyrir eymd lífsins, fyrir því, hve illa þessum heimi er fyrir komið. Líttu umhverfis þig í heiminum og ger þér samanburð. Þú getur séð sjúka, auma, fátæka menn, sem eru hjartanlega glaðir; þú getur séð fólk verða glaðara og þakklát- ara, því eldra sem það verður; séð þá fá meira og meira innihald inn i iíf sitt, meiri og moii'i gleði

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.