Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 10

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 10
10 bendi á sár sín og benjar og spyrji: „Elskar þú mig?“ — Þú svarar: „Já, herra, þú veizt allt, þú veizt að jeg eiska þig“. — En hver er raun kær- leikans? „Ef þú elskar mig, þá haltu boðorð mín“. — Hver er raun vináttunnar: „Svala þorsta mín- um“. — „Þjer eruð vinir mínir, ef þjer gjörið það, sem jeg býð yður“. — Og hvað skipar þú meist- ari? „Farið út um allan heim og prjedikið fagnaðar- erindið fyrir allri skepnu". Beauchamp kvaðst vita að hjörtu margra væru með þeim, sem nú væru að fara af stað til Kína; en hann yrði og að vona, að margir þeirra myndu fylgjast með eða koma á eptir bókstafiega talað, þegar þeir opnuðu augun og sæu, hversu dýrðleg slík köllun væri. Hann fór hjartnæmum orðum um „þakklæti sitt við Drottin, að hann skyldi vilja nota sig til að boða erindi sitt fyrir útlendum þjóðum“, um „hversu trúr vinur Jesús væri, hann yrði hjá þeim, þótt Norðurálfan hirfi þeim“. Síðast bað hann um rúm fyrir sig og bræður sína í bæn- um vina þeirra. Hoste sagði, að þetta væri fyrsta skipti og sjálfsagt það síðasta, sem hann hefði svona marga áheyrendur, og að sjer þætti vænt um að geta beð- ið um fyrirbæn svo margra. Hann kvaðst hafa verið þreyttur á lífinu og búinn að reyna að vegur syndarinnar væri þyrnum stráður, en svo hefði hann komið til Jesú, og síðan væri gleði sín að játa nafn hans. Pá hefði hann eignast nýja yon, nýjar fram-

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.