Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 43

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 43
43 En Guð vissi betur. Vikurnar komu og fóru, og allt af lá hún. Svo leið árið. Þá snerist elzta dóttir hennar, gaf Guði hjarta sitt, og fjekk náð til að reyna, hvað það er, að vera frelsuð af náð íyrir trúna á Jesúm Krist. fín þá hefðuð þið átt að sjá gömlu konuna. „Varð hún reið?“ spurði einhver. „Já, og það að marki. Hún hafði áður verið í góðu skapi, en þegar dóttir hennar var orðin „svona trúuð", og vildi lifa Guði bæði leynt og ljóst, þá gramdist henni. „Þetta er ljóta sjervizkan", sagði hún stund- um, „það er rjett eins og við hin værum tómir heiðingjar! Það er ekkert nema hræsni og öfgar þessi nýbreytni!" Nú kom innri maður hennar i Ijós. Á meðan hún þurfti ekki annað en skrafa kristilega, og vera sjálf álengdar allri vakningu, kvartaði hún ekki. En þegar lifandi kristindómur mætti henni svona greini- lega á heimili hennar sjáifrar, þá var henni nóg boðið. Hún gat hlustað á mig og dregið sig í hlje, en gagnvart dótturinni gat hún ekki farið jafnvarlega. Jeg talaði opt við dóttur hennar um þetta, og bað hana að þreyta ekki móður sína með löngum bænum eða miklu skrafi. Hún skyldi heldur reyna að sannfæra hana með kærleiksrikri aðhjúkrun og viðmóti. Gamla konan var opt óþolinmóð og ósanngjörn, og dóttir hennar hafði optar en einu sinni skorast

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.