Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 23

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 23
23 Hjer geta menn lesið brjef frá einum úr „sjö- stirninu," M. Beauchamn, sem hann skrifaði frá Kína síðastliðinn vetur, 22. marz 1904, þar sem sjá má, hversu starfið er margháttað, og einkum þó að áhuginn hefur ekki dofnað þessi 19 ár, sem nú eru liðin síðan „sjöstirnið" lagði af stað. Brjefið hljóðar svo: „Drottinn hefur bætt mjer ríklegau upp alla erfiðleikana og áhyggjurnar, sem stöfuðu af flutningi rnínum í fyrra vor1 með því, sem hann hefur leyft mjer að sjá á þessum nýju og „óplægðu" stöðum. ■— Jeg fór til M. Jutsaó fjallsins, eptir áskorun inn- lendra manna, og sáu íbúarnir um hús handa mjer. En páfatrúarmenn veittu svo mikla mótstöðu, að íbúar næsta aðalbæjar ákváðu að setja á fót kristni- boðsstöðvar handa mjer til að styðja mig í öllu hjeraðinu. Mandarínarnir taka oss optast nær mjög vel, — og það i fullri alvöru. Þeir vita að vjer erum einlægir og hrekkjalausir, og návist vor ein er þeim óbeinlínis vörn gegn rómversk-kaþólskum áhrifum. Allur þorrinn af þúsundunum, sem segjast vilja vera „áhangendur" vorir, kemur af misskilningi og skökkum ástæðum, — oss er það vel kunnugt. Stór alda ber allskonar flsk í netið. Og því höfum ') Beaueliamp var látinn fljtja sig vorið 1903 20 dag- leiðir lengra upp í landið, og á nú heima í Kuei Fú á norður balcka Yangtse íljótsina,

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.