Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 45
45
svo væn og dyggðug að jeg þyríti einskis annars.
Ætli Guð fyrirgefi mjer. Ætli hann hjálpi mjer til
að breytast? Hvað haldið þjer um það, sjera Hall-
dór?“
„Já, hann er fús til þess. Hann óskar einskis
fremur".
Jeg kom iðulega til hennar. Henni veitti ei-fitt
að höndla náðina. Því að nú varð hún eins og sagt
var áðan að breyta skoðun á sjálfri sjer í annað
sinn. Hún reyndi auðvitað að hreinsa sjálfa sig, og
það leið nokkur tími þangað tii hún var orðin svo
auðmjúk, að hún vildi engu treysta nema náðinni,
— náðinni einni.
Loks fjekk hún þó frið við Guð, og fjekk að
reyna gleðina og kraptinn, sem trúin veit.ir.
Hún iá enn í misseri og þjáðist mikið. Hún
Þjáðist af áköfum þorsta, og gat þó varla drukkið,
því að kokið greri rjett saman.
Hún átti opt erfitt, en jeg heyrði hana aldrei
inögla eptir þetta. Hún bar allt með þolinmæði.
Hún sagði einu sinni, þegar jeg var að tala við
hana um líf hennar áður: „Er það ekki undarlegt,
að maður skuli vera svona vondur og viltur? Jeg
þóttist vera svo góð og guðhrædd, en varð þó svo
reið, þegar Anna varð Guðs barn. Þjer getið sjeð
af því, hvernig jeg var“. — —
„Já, þjer skiljið nú ef til vill af hverju menn
krossfestu Jesúm. Þeir gátu ekki umborið hann,
urðu að hrekja hann alveg brott. Óendurfætt hjarta