Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 24

Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 24
24 vjer og öll kirkja Drottins þunga ábyrgð á að nota „augnablikið" rjettilega. í ágúst mánuði í fyrra átti jeg þannig að sjá einn um 2 stöðvar, aðra í borginni og hina 30 mílur (enskar) upp í sveit. Á báðum stöðum komu menn saman í hundraða og þúsunda tali til að heyra orðið, kaupa bækur og njóta tilsagnar Eng- inn hvítur maður var með mjer 5 fyrstu mánuðina, en til allrar blessunar bauðst ungur Kínverji til að aðstoða mig, og vildi hann enga borgun þiggja. Á skömmum tíma fjekk jeg nokkra aðra „sjálf- boðaliða" úr grenndinni með sömu kjörum. Þeir komu — með ritninguna i hendinni — og báðu um tilsögn, og buðust svo til að sjá um bókasöluna í kring um sig og fara stuttar ferðir fyrir mig.------ Jeg hef til þessa haft 8—10 slíka aðstoðarmenn hjer, sem jeg þekki sjálfur. Og Drottinn hefur bless- að sæðið, sem nærri því hefur sáð sjer sjálft. Parsons kristniboði kom mjer til hjálpar um jólin. Guði sje iof fyrir þá hjálp, þegar mest lá á. Jeg gat nú komizt til ýmsra þorpa, þar sem íbúarn- ir höfðu með bækurnar í hendinni beðið mig að koma og kenna sjer. Jeg rjeðst og í að boða 10 daga biblíuskóla á meðan stóð á kinversku nýjárs hátíðinni. Jeg ætla fyrst að segja frá ferðum mínum um nágrennið. Jeg hef komið nokkrum sinnum til 12—13 staða æði langt í burtu, 30—150 mílur (enskai), og hit.t þar smáhópa, sem biðu eptir mjer

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.