Heimilisvinurinn - 01.06.1904, Blaðsíða 33
33
víst er um það, að slik siðferðisleg skoðun getur
nokkuð fullnægt sál mannsins, svo að líflð veitir
honum hreina, fagra gleði, þó að hlutskipti hans
kunni að vera lítið; og verður þá lífsinnihald hans
í því íólgið, að berjast fyrir hinu góða, fyiir sann-
leika og réttlæti, og að taka .þátt í félagsstarfsem-
inni öðrum mönnum til nytsemdar. Pað er sú
lífsskoðun, sem getur staðist reynslu lífsins og veitt
huggun í dauðanum. Slíkir menn vita, að þeir hafa
ekki lifað til ónýtis; þeir lifa áfram í endurminn-
ingu annara, í því starfi, sem þeir hafa af hendi
leyst; þeir deyja að sönnu, en kynslóðin lifir; það
er eius og blöðin á trénu, sem visna, og önnur
taka við; blöðin hverfa, en verk þeirra iifirátrénu,
það hefir fengið við það merg og mátt.
En þessi skoðun reynist ekki ávalt traust.
Með hverju á að hugga föður, sem fylgir barninu
sinu til grafar, eða hvað á eg að segja við þann
mann, sem hefir glatað lífi sínu og liggur nú á
banasænginni með sjálfs-ásakanir? Eða er unt að
verjast efa og kvíða? Hvað liggui- í því, að hafa
starfað að framför mannkynsins? Á framför sér
stað i reyndinni, hefir manninum þokað minstu
vitund áfram, að því er snertir gæfu og ánægju,
er ekki gjörvöll veraidarsagan áframhaldandi barátta
við sult, kúgun, og óánægju? Er því ekki þannig
háttað, að maðurinn liefir að sönnu fengið ineira
vald yfir náttúrunni, en er þó ekki hóti ánægðari?
Nei, öi væntingin getur samt náð í oss, meðan vér