Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 10

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 10
HEIMILISVINURINN xo honum gengu svo hræðilegar sögur, að engin mannleg vera þorði að koma þar nærri. Þá var það, að konungur einn voldugur heyrði þessar ósögur. Hann varð altekinn af löngun eftir að sækja heim helgistaðinn, og sendi prest á und- an sér, er skyldi greiða honum veg. En er prest- ur kom þar, þá brá honum heldur í brún, er alt var horfið, frumskógur og helgidómur og hvað annað, og ekki annað en eyðisand yfir að líta. Koriungur tók sér þetta mjög nærri, því hann hugði, að þetta hefði verið gjört til að refsa hon- um fyrir forvitni hans; hann bar því sífeldan ótta fyrir reiði guðsins og tók að dýrka hann og fsera honum fórnir. En guðinum þóknaðist svo vel þessi tilbeiðsla, . að hann birtist. konunginum og skipaði honum að byggja sér nýtt musteri, en hét því um leið, að yfirsmiður guðanna sjálfra skyldi koma til að gjöra nýtt. líkneski af guðinum ' stað þess, er hvarf. Yfirsmiðurinn kom og tók til starfa. Efni- viðurinn var stofn af Nim-trénu; guðinn Krishr>a (ein af myndum þeim, sem guðinn Yishnú birtist í og alþýðunni er kærust) hafði verið drepinn undii' því tré af veiðimanni; hafði það tré rekið þar að landi á undursamlegan hátt. Yflrsmiðurinn lýsti því þegar yfir, að ef ein- hver ónáðaði sig, eða sæi líkneski hans, fyr 611 því væri lokið, þá myndi hann ganga frá því og ekki ljúka við það. En konungurinn var íorvitinn,

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.