Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 16

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 16
i6 HEIMILISVINURINN hann var kominn á suðurodda Indlands; þá stökk hann yfir sundið, og áður en varði var hann kominn í höil konungsins á Ceylon. Hann brá sér í völsku líki og gróf sér holu undir vegginn á herbergi því, er Síta bjó í, og færði henni hringinn og kveðjuna frá manni hennar. Síta bað guðinn þá aftur á móti að færa Ram hin ástarijúfustu kveðju ásamt föstu loforði um það, að hún héldi órjúfanlega trygð víð hann. Þá skreið Hanuman burtu aftur í völskulíkinu, og er hann var hann var kominn út fyrir haliargarðinn þá tók hann aftur á sig sína eiginlegu mynd og ætlaði að halda heim. En einhverjir af eyjarskeggj- um, sem tekið höfðu eftir atferli hans, tóku hann höndum, svo sem hann væri njósnari og drógu hann fyrir dómstói konungs. Þar var afar-óvin- gjarnlega með hann farið; honum var ekki einu sinni boðið til sætis; hringaði hann þá skottið á sér, eins og þegar sjómaður hringar kaðal og sett- ist á það. Nú tók konungur að rannsaka málið, en guð- inn var svo ófeilinn og skoplegur í svörum, að allii' hlóu hátt og dátt, sem við voru staddir. Loks sneri konungur máli sínu til ráðgjafa sinna og spurði þá, hvort þeim gæti hugsast nokkur hæfi- leg hegning handa syndara þessum. Sá af ráð- gjöfunum, sem vitrastur var, lagði það til að bund- inn væri tjörukyndill við rófu apans, og er búið

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.