Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 18

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Page 18
HEIMILISVINURINN li trúaður Indverji ber traust til. Musterið er bygt á þessum heilaga stað og miljónir pílagríma sækjí1 pangað á ári hverju, því Ram er eftirlætisgoð Ind- verja. Það var liðið ár, áður en Chundra Lela fengi komist til þessa helgistaðar; dvaldi hún þar í tíu daga, til að bera bænir sinar fram fyrú' Ram. Þar rétti hún líka Bramaprestum mat að veizlu, er hún hólt, og gaf þeim kú, er skyldi gefa næga mjólk handa Bamanath, guðinum. Þar að auki keypti hún mynd af lionum, sem hún hafði með sér á öllum sínum pílagrímsferðum, því að hann var sá guðinn, er hún sérstaklega kaus sér að dýrka. Og svo hélt hún enn áfram pílagrímsgöng» sinni, svo þreytandi sem hún var. Altaf hafði hún rósalindann milli handa sér; hún dýrkaði með blindri og vandlátri hjátrú þá guði, sem hún þekti. Þrautirnar á pílagríuisferðinni. Það var afarerfitt og þreytandi að ferðast uni þessar mundir, en ekkert gat aftrað Chundra Lela frá því, að framkvæma áform sitt. Þess vegn» fór hún dagfari og náttfari frá einum stað til ann- ars, L1 þess að sækja heim hið þriðja nafnfræga musteri. Það heitir Dwarakanath og er yzt 1 vestri á Indlandi. Dwaraha (borgin með hliðununi) stendur á strönd nessins Kathiawad. Helgibækur Indverja segja, að guðinn Krishna hafi bygt borg' ina. í kringum hana eru háir múrar tii varnar-

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.