Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 22

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 22
22 HEIMILISVINURINN henni þar fastri, því hárið var mikið og flókið. Þar hélt hann henni fanginni um hríð, þar til er einn dropi fékk leyfi að detta niður á fjallið; upp úr þeim dropa spratt svo heimsins helgasta fljót, sem miljónir Indverja sækja heim, til að þvo af sér syndir sínar í vatninu. Það, sem einkum dregur menn til Hardwar, er laugin þar og musterið, sem þar til heyrir. Spor eftir guðinn Vishnu sézt á steini í veggnum við laugina; þeim steini er sýnd sérstök lotning. Margur pilagrímur verður troðinn undir fótum til bana, þegar hann er að keppa við að verða fyrri til en aðrir að komast þangað og steypa sér í vatnið. Það er því nauðsynlegt að hafa lögreglulið við hendina, því annars myndi miklu fleiri kremjast eða verða troðnir til bana. Fyrsti dagurinn í ári Indverja er sá dagur, er þeir ætla, að Ganges-fljótið hafi fyrst komið í ijós á jarðríki. Eins og eðlilegt er, þá safnast múgur manns saman í Hardwar á þeim degi. Chundra Lela laugaði sig þarna, eins og aðrir; en svo mik- ið sá hún þar af þjáningum og volæði hjá píla- grímum, að nærri lá að þessari ástríku konu féll- ist hugur, svo hugdjörf sem hún var að eðlisfari- Nú lagði hún af stað áleiðis til Kashnúr. A leiðinni sótti hún heim alla staði, sem helgar sagnir gengu af; baðst hún fyrir í hverjum helgidómi og veitti Bramaprestum, hvar sem hún kom. Þaðan sneri hún svo aftur á leið til Multra; þar leitaði hún uppi staðinn, þar sem helgu bækurnar segja>

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.