Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 70

Heimilisvinurinn - 01.05.1906, Side 70
70 HEIMILISVINURINN enn er ekki hægt að sjá nein merki þess, að það sje holdsveikt; en þó hvílir kviðinn fyrir þessum hræðilega sjúkdómi yfir móður og barni, eins og snjóskriða, sem fellur þegar minst varir og molar alt, sem fyrir verður. Ég hefi nú jafnað syndinni og holdsveikinni saman að því leyti, að báðar svíkjast að mannin- í fyrstu, en afleiðingarnar verða hræðilegar; en svo er aftur einn munur á þeim, sem er huggunarrík- ur. Enginn læknisdómur þekkist enn við holds- veikinni, en blóð Jesú Krists hreinsar oss af allri synd. Ég vil tilfæra annað dæmi um holdsveiki. Stúlka ein fæddist inni í miðju Indlandi í hinu fagra Bengalslandi, meðal mangó-runna og pálma- trjáa. Hún var gleði móður sinnar, eins og öll önnur börn. En hún naut líka mikillar ástar af föður sínum, þó að hún væri stúlka. í grendinni var stofnaður skóli handa stúikum og vakti það mikla hreyfingu meðal fólksins. Samt sem áður fullyrtu stöku menn, að stúlkubörn gætu líka lært að lesa og skrifa og foreldrar litlu stúlkunnar hugs- uðu með sér: „Ef dóttir nábúa vors getur gengið í skólann, þá getur dóttir okkar það líka. Hún var svo látin í skólann og reyndist þar, að hún hafði framúrskarandi löngun og gáfur til náms, og tók fjarska skjótum framförum. Hún ásetti sér að verða kennari sjálf og hafa ofan af fyrir sér með því. Æ, hvað vonir manna eru stundum svikular!

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.